Coulthard segir Schumacher geta unnið í Montréal Birgir Þór Harðarson skrifar 6. júní 2012 15:57 Veggirnir eru alltaf nálægt í Kanada og minniháttar mistök geta haft dramatískar afleiðingar. nordicphotos/afp Kanadíski kappaksturinn fer fram um næstu helgi í Montréal. Brautin liggur á manngerðri eyju sem byggð var í tengslum við Ólympíuleikana þar 1976. Árið 1978 var fyrsti kanadíski kappaksturinn haldinn á brautinni því Mosport-brautin, þar sem kappaksturinn hafði áður verið haldinn, var talin of hættuleg. David Coulthard, fyrrum ökumaður í Formúlu 1, segir að Michael Schumacher geti vel unnið mótið í Kanada. Schumacher var fljótastur í tímatökum fyrir Mónakókappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum og mætir því til Kanada fullur sjálfstrausts. Veggirnir umhverfis brautina liggja mjög nálægt malbikinu sem gerir hana nokkuð snúna. Brautin er ekki líkamlega erfið fyrir ökumennina en missi þeir einbeitingu í örskamma stund mun brautin sjá til þess að þeir aki ekki lengra. Árið 1999 fékk til dæmis veggurinn sem umlykur síðustu beygjuna fyrir ráskaflann viðurnefnið „Veggur meistaranna", því á hann óku þrír heimsmeistarar í kappakstrinum. Þeir Damon Hill, Jacques Villeneuve og Micheal Schumacher.Brautin í Kanada.Kappaksturinn í Kanada í fyrra verður lengi í minnum hafður því sá stóð lengst allra móta í sögu mótaraðarinnar. Mikil rigning gerði það að verkum að kappakstrinum var hætt þegar þó nokkrir hringir voru eftir og hann ræstur aftur þegar talið var að aðstæðurnar væru boðlegar fyrir Formúlu 1. Jenson Button kom þá fyrstur í mark eftir að hafa tekið fram úr Sebastian Vettel á síðasta hring. Sá síðarnefndi hafði leitt kappaksturinn af ráspól en gerði mistök sem leiddu hann í ógöngur. Mikilvægustu beygjurnar í brautinni eru beygjur 10, 13 og 14. Beygja 10 er U-beygja sem leiðir menn inn á langan beinan og hraðan kafla. Mikilvægt er að ná henni rétt því á beina kaflanum mega ökumenn nota DRS-vænginn til að komast fram úr. Beygjur 13 og 14 eru ekki síður mikilvægar. Þær eru mjög þröngar og hemlunarsvæðið fyrir þær er mjög snúið. Beygja 14 er síðasta beygja brautarinnar og leiðir menn inn á ráskaflann þar sem DRS-kerfið er einnig leyfilegt. Þó nokkrar líkur eru á því að það rigni á Formúlu 1 í Kanada. Það mun gera leikinn enn meira spennandi fyrir okkur áhorfendur.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum og á beina kaflanum milli beygja 10 og 13.Dekkjagerðir í boði: Super-mjúk (option) og mjúk (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Jenson Button - McLaren 2. Sebastian Vettel – Red Bull 3. Mark Webber – Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimmtudagur: 14:00 Æfing 1 18:00 Æfing 2 Laugardagur: 13:55 Æfing 3 16:50 Tímataka Sunnudagur: 17:40 Kanadíski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir sex umferðirÖkumenn 1. Fernando Alonso - 76 stig 2. Sebastian Vettel - 73 3. Mark Webber - 73 4. Lewis Hamilton - 63 5. Nico Rosberg - 59 6. Kimi Raikkönen - 51 7. Jenson Button - 45 8. Roman Grosjean - 35 9. Pastor Maldonado - 29 10. Sergio Perez - 22Bílasmiðir 1. Red Bull - 108 stig 2. McLaren - 108 3. Ferrari - 86 4. Lotus - 86 5. Mercedes - 61 Formúla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kanadíski kappaksturinn fer fram um næstu helgi í Montréal. Brautin liggur á manngerðri eyju sem byggð var í tengslum við Ólympíuleikana þar 1976. Árið 1978 var fyrsti kanadíski kappaksturinn haldinn á brautinni því Mosport-brautin, þar sem kappaksturinn hafði áður verið haldinn, var talin of hættuleg. David Coulthard, fyrrum ökumaður í Formúlu 1, segir að Michael Schumacher geti vel unnið mótið í Kanada. Schumacher var fljótastur í tímatökum fyrir Mónakókappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum og mætir því til Kanada fullur sjálfstrausts. Veggirnir umhverfis brautina liggja mjög nálægt malbikinu sem gerir hana nokkuð snúna. Brautin er ekki líkamlega erfið fyrir ökumennina en missi þeir einbeitingu í örskamma stund mun brautin sjá til þess að þeir aki ekki lengra. Árið 1999 fékk til dæmis veggurinn sem umlykur síðustu beygjuna fyrir ráskaflann viðurnefnið „Veggur meistaranna", því á hann óku þrír heimsmeistarar í kappakstrinum. Þeir Damon Hill, Jacques Villeneuve og Micheal Schumacher.Brautin í Kanada.Kappaksturinn í Kanada í fyrra verður lengi í minnum hafður því sá stóð lengst allra móta í sögu mótaraðarinnar. Mikil rigning gerði það að verkum að kappakstrinum var hætt þegar þó nokkrir hringir voru eftir og hann ræstur aftur þegar talið var að aðstæðurnar væru boðlegar fyrir Formúlu 1. Jenson Button kom þá fyrstur í mark eftir að hafa tekið fram úr Sebastian Vettel á síðasta hring. Sá síðarnefndi hafði leitt kappaksturinn af ráspól en gerði mistök sem leiddu hann í ógöngur. Mikilvægustu beygjurnar í brautinni eru beygjur 10, 13 og 14. Beygja 10 er U-beygja sem leiðir menn inn á langan beinan og hraðan kafla. Mikilvægt er að ná henni rétt því á beina kaflanum mega ökumenn nota DRS-vænginn til að komast fram úr. Beygjur 13 og 14 eru ekki síður mikilvægar. Þær eru mjög þröngar og hemlunarsvæðið fyrir þær er mjög snúið. Beygja 14 er síðasta beygja brautarinnar og leiðir menn inn á ráskaflann þar sem DRS-kerfið er einnig leyfilegt. Þó nokkrar líkur eru á því að það rigni á Formúlu 1 í Kanada. Það mun gera leikinn enn meira spennandi fyrir okkur áhorfendur.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum og á beina kaflanum milli beygja 10 og 13.Dekkjagerðir í boði: Super-mjúk (option) og mjúk (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Jenson Button - McLaren 2. Sebastian Vettel – Red Bull 3. Mark Webber – Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimmtudagur: 14:00 Æfing 1 18:00 Æfing 2 Laugardagur: 13:55 Æfing 3 16:50 Tímataka Sunnudagur: 17:40 Kanadíski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir sex umferðirÖkumenn 1. Fernando Alonso - 76 stig 2. Sebastian Vettel - 73 3. Mark Webber - 73 4. Lewis Hamilton - 63 5. Nico Rosberg - 59 6. Kimi Raikkönen - 51 7. Jenson Button - 45 8. Roman Grosjean - 35 9. Pastor Maldonado - 29 10. Sergio Perez - 22Bílasmiðir 1. Red Bull - 108 stig 2. McLaren - 108 3. Ferrari - 86 4. Lotus - 86 5. Mercedes - 61
Formúla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira