Stuðningsgrein: Forseta fyrir alla – sem leiðir okkur inn í nýja öld Jón Pálsson skrifar 4. júní 2012 11:02 Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu. Þennan dýrmæta arf færðu forfeðrakynslóðir okkur sem nú lifum með ærinni fyrirhöfn, og honum ber okkur að ávaxta og færa áfram til komandi kynslóða. Það hefur lengst af ekki skipt stóru máli hvaða stjórnmálaskoðanir Íslendingar hafa eða hvort þeir tilheyri einhverjum tilteknum hópum, sem sitji betur að þjóðararfinum. En er þessi mynd af draumalandinu okkar raunsönn? Eða fór kannski eitthvað úrskeiðis á síðustu árum liðinnar aldar og þeim fyrstu þessarar aldar? Við eignuðumst allt í einu einhverskonar yfirstétt, sem virtist telja sig „jafnari"en aðrar stéttir í okkar jafna og stéttlausa þjóðfélagi; stétt sem tók til sín óhóflega, fór ógætilega með og hirti ekki svo mikið um þau gömlu góðu íslensku gildi að við værum öll í sama samfélagi með sama rétt. Kannski var það gæfa þjóðarinnar að þetta misskipta kerfi hrundi eftir skamma tilveru. En hvernig skyldi okkur miða í því að endurreisa samfélagið? Er okkur að takast að byggja upp í anda þjóðfundanna, þar sem hugtök á borð við heiðarleika, virðingu, réttlæti, jákvæðni og sjálfbærni voru ofarlega á baugi? Því miður hafa önnur gildi verið of áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Reiði, heift, hroki, ókurteisi, hagsmunabarátta og andstæðar fylkingar eru hugtök, sem koma því miður oftast í hugann þegar fylgst er með þjóðfélagsumræðunni síðustu misserin. Íslensk þjóð þarf leiðtoga, sem kemur hinum jákvæðu gildum á dagskrá og leiðir okkur aftur á þá braut, sem við öll viljum að þjóðin komist á; braut jafnréttis, heiðarleika, virðingar og réttlætis. Er ekki góð byrjun að velja okkur forseta, sem getur axlað þetta verkefni og hefur með störfum sínum og áherslum sýnt og sannað að honum er vel treystandi til þess að koma þessum góðu gildum á dagskrá? En um leið forseta, sem kann þá list að hlusta á þjóð sína og skynja hennar hjartslátt þannig að vilji þjóðarinnar allrar verði leiðarljósið, ekki bara vilji sumra, sem etv. tala hæst? Þóra Arnórsdóttir er að mínu mati einmitt sá forsetaframbjóðandi, sem er treystandi til þessa mikilvæga verkefnis. Kjósum Þóru sem næsta forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu. Þennan dýrmæta arf færðu forfeðrakynslóðir okkur sem nú lifum með ærinni fyrirhöfn, og honum ber okkur að ávaxta og færa áfram til komandi kynslóða. Það hefur lengst af ekki skipt stóru máli hvaða stjórnmálaskoðanir Íslendingar hafa eða hvort þeir tilheyri einhverjum tilteknum hópum, sem sitji betur að þjóðararfinum. En er þessi mynd af draumalandinu okkar raunsönn? Eða fór kannski eitthvað úrskeiðis á síðustu árum liðinnar aldar og þeim fyrstu þessarar aldar? Við eignuðumst allt í einu einhverskonar yfirstétt, sem virtist telja sig „jafnari"en aðrar stéttir í okkar jafna og stéttlausa þjóðfélagi; stétt sem tók til sín óhóflega, fór ógætilega með og hirti ekki svo mikið um þau gömlu góðu íslensku gildi að við værum öll í sama samfélagi með sama rétt. Kannski var það gæfa þjóðarinnar að þetta misskipta kerfi hrundi eftir skamma tilveru. En hvernig skyldi okkur miða í því að endurreisa samfélagið? Er okkur að takast að byggja upp í anda þjóðfundanna, þar sem hugtök á borð við heiðarleika, virðingu, réttlæti, jákvæðni og sjálfbærni voru ofarlega á baugi? Því miður hafa önnur gildi verið of áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Reiði, heift, hroki, ókurteisi, hagsmunabarátta og andstæðar fylkingar eru hugtök, sem koma því miður oftast í hugann þegar fylgst er með þjóðfélagsumræðunni síðustu misserin. Íslensk þjóð þarf leiðtoga, sem kemur hinum jákvæðu gildum á dagskrá og leiðir okkur aftur á þá braut, sem við öll viljum að þjóðin komist á; braut jafnréttis, heiðarleika, virðingar og réttlætis. Er ekki góð byrjun að velja okkur forseta, sem getur axlað þetta verkefni og hefur með störfum sínum og áherslum sýnt og sannað að honum er vel treystandi til þess að koma þessum góðu gildum á dagskrá? En um leið forseta, sem kann þá list að hlusta á þjóð sína og skynja hennar hjartslátt þannig að vilji þjóðarinnar allrar verði leiðarljósið, ekki bara vilji sumra, sem etv. tala hæst? Þóra Arnórsdóttir er að mínu mati einmitt sá forsetaframbjóðandi, sem er treystandi til þessa mikilvæga verkefnis. Kjósum Þóru sem næsta forseta Íslands.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun