Button kemur Schumacher til varnar Birgir Þór Harðarson skrifar 1. júní 2012 21:30 Button segir gangrýnina á endurkomu Schumachers ósanngjarna. nordicphotos/afp Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers. Button bendir hins vegar á að það sé erfitt að koma til baka sem sjöfaldur heimsmeistari. „Við megum ekki gleyma hvað hann hefur áður gert." Button var lengi að ná sér á strik í Formúlu 1. Hann hóf að aka fyrir Williams-liðið árið 2000 og var þá álitinn helsta von Breta í Formúlu 1. Ferill Buttons fór hratt niður á við og margir missti trú á honum. Það tók hann fimm ár í mótaröðinni að koma sér á strik. Árið 2004 ók hann stórkoslega og tveimur erfiðum árum hjá Honda síðar sigraði hann í fyrsta sinn. Hann varð svo heimsmeistari árið 2009. „Stundum tekur tíma að koma sér fyrir í bílnum, smyrja samstarfið við liðið og púsla hlutunum saman." Schumacher var fljótastur í tímatökum í Mónakó og var óheppinn í keppninni sjálfri. „Hann var frábær í Mónakó og gerði engin mistök. Hann setti saman ótrúlegan hring og átti það fullkomlega skilið," segir Button. „Þegar hann stóð upp úr bílnum í lok tímatökunnar held ég að hann hafi verið mjög ánægður, en vonsvikinn í senn að vera sendur aftur um fimm sæti." Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers. Button bendir hins vegar á að það sé erfitt að koma til baka sem sjöfaldur heimsmeistari. „Við megum ekki gleyma hvað hann hefur áður gert." Button var lengi að ná sér á strik í Formúlu 1. Hann hóf að aka fyrir Williams-liðið árið 2000 og var þá álitinn helsta von Breta í Formúlu 1. Ferill Buttons fór hratt niður á við og margir missti trú á honum. Það tók hann fimm ár í mótaröðinni að koma sér á strik. Árið 2004 ók hann stórkoslega og tveimur erfiðum árum hjá Honda síðar sigraði hann í fyrsta sinn. Hann varð svo heimsmeistari árið 2009. „Stundum tekur tíma að koma sér fyrir í bílnum, smyrja samstarfið við liðið og púsla hlutunum saman." Schumacher var fljótastur í tímatökum í Mónakó og var óheppinn í keppninni sjálfri. „Hann var frábær í Mónakó og gerði engin mistök. Hann setti saman ótrúlegan hring og átti það fullkomlega skilið," segir Button. „Þegar hann stóð upp úr bílnum í lok tímatökunnar held ég að hann hafi verið mjög ánægður, en vonsvikinn í senn að vera sendur aftur um fimm sæti."
Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira