Hamilton fær ekki góðærissamning aftur Birgir Þór Harðarson skrifar 13. júní 2012 06:00 Hamilton er örugglega þakklátur Ron Dennis sem hefur styrkt hann fjárhagslega í gegnum allan kappakstursferilinn. nordicphotos/afp Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007. Ron Dennis, fyrrverandi liðstjóri McLaren í Formúlu 1 og núverandi forstjóri McLaren Group, segir stöðuna gríðarlega flókna. "Við erum að nálgast enda samnings sem var gerður þegar efnahagurinn var nokkuð betri. Nú þurfum við að jafna launin hans út." McLaren Group rekur meðal annars McLaren-liðið í Formúlu 1 og framleiðir McLarenF1 sportbílana vinsælu. "Hann mun auðvitað líta í kringum sig og við munum líta á þá ökumenn sem eru mögulegir. En þegar allt kemur til alls vona ég að staðreyndin að hann hafi verið samningsbundinn McLaren allan sinn ökumannsferil vegi þyngra en annað." Dennis er maðurinn sem uppgvötaði Hamilton fyrir aldamót. Hamilton ók þá í neðri deildum mótorsportsins í Evrópu og taldi Dennis hann svo efnilegann að hann ákvað að borga undir ferilinn hans. Það gekk eftir og Hamilton komst í Formúlu 1 hjá McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari ári síðar. "Við borgum honum mjög mikið," bætti Dennis við. "Hann fær allavega meira borgað en ég." Formúla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007. Ron Dennis, fyrrverandi liðstjóri McLaren í Formúlu 1 og núverandi forstjóri McLaren Group, segir stöðuna gríðarlega flókna. "Við erum að nálgast enda samnings sem var gerður þegar efnahagurinn var nokkuð betri. Nú þurfum við að jafna launin hans út." McLaren Group rekur meðal annars McLaren-liðið í Formúlu 1 og framleiðir McLarenF1 sportbílana vinsælu. "Hann mun auðvitað líta í kringum sig og við munum líta á þá ökumenn sem eru mögulegir. En þegar allt kemur til alls vona ég að staðreyndin að hann hafi verið samningsbundinn McLaren allan sinn ökumannsferil vegi þyngra en annað." Dennis er maðurinn sem uppgvötaði Hamilton fyrir aldamót. Hamilton ók þá í neðri deildum mótorsportsins í Evrópu og taldi Dennis hann svo efnilegann að hann ákvað að borga undir ferilinn hans. Það gekk eftir og Hamilton komst í Formúlu 1 hjá McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari ári síðar. "Við borgum honum mjög mikið," bætti Dennis við. "Hann fær allavega meira borgað en ég."
Formúla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira