Stuðningsgrein: Kjósandi góður Pétur Pétursson skrifar 28. júní 2012 18:00 Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem virðir hefðbundna túlkun á stjórnarskránni og er reiðubúinn að gangast undir siðareglur, sem jafnvel aðrir en hann sjálfur fá að setja embættinu? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem ekki er saurgaður af óhaminni framgöngu sinni í pólitískum hráskinnaleik og leðjuslag fyrr og nú? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem líklegur er til að veita réttkjörnum stjórnvöldum komandi ára eðlilegan vinnufrið og starfsaðstæður? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti orðið tákn um bættan og siðlegri hugsunarhátt hrunþjóðarinnar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta með svo hriflujónasarlegt sjálfsálit að hann telji sér heimilt að tækifæristúlka stjórnarskrána og sniðganga viðteknar, óskráðar siðareglur og telji sig einan færan um að bjarga þjóð sinni úr þrengingum? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem getur skipt um hugsjónir og vopnabræður líkt og nærföt? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú að forsetinn nýti embætti sitt til að ganga erinda og ryðja braut óvönduðum fjárglæframönnum og vera klappstýra þeirra? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem beitir lýðskrumi til að draga úr óvinsældum flekkaðs ferils síns með því að oftúlka mikilvægi einstakra ágreiningsefna? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem hlotið hefur áfellisdóm í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir það að hafa fullur þjóðernishroka beitt blekkingum í þágu braskara? Ef svo er sittu þá heima á kjördag og reyndu að skammast þín. Vilt þú taka þátt í að skapa nýtt Ísland og hreinsa burt leifar þess spillta karlaveldis, er olli og tók þátt í hruninu, og yngja þannig upp ásjónu þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Annars eyðirðu atkvæðinu þínu til einskis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem virðir hefðbundna túlkun á stjórnarskránni og er reiðubúinn að gangast undir siðareglur, sem jafnvel aðrir en hann sjálfur fá að setja embættinu? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem ekki er saurgaður af óhaminni framgöngu sinni í pólitískum hráskinnaleik og leðjuslag fyrr og nú? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem líklegur er til að veita réttkjörnum stjórnvöldum komandi ára eðlilegan vinnufrið og starfsaðstæður? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti orðið tákn um bættan og siðlegri hugsunarhátt hrunþjóðarinnar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta með svo hriflujónasarlegt sjálfsálit að hann telji sér heimilt að tækifæristúlka stjórnarskrána og sniðganga viðteknar, óskráðar siðareglur og telji sig einan færan um að bjarga þjóð sinni úr þrengingum? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem getur skipt um hugsjónir og vopnabræður líkt og nærföt? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú að forsetinn nýti embætti sitt til að ganga erinda og ryðja braut óvönduðum fjárglæframönnum og vera klappstýra þeirra? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem beitir lýðskrumi til að draga úr óvinsældum flekkaðs ferils síns með því að oftúlka mikilvægi einstakra ágreiningsefna? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem hlotið hefur áfellisdóm í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir það að hafa fullur þjóðernishroka beitt blekkingum í þágu braskara? Ef svo er sittu þá heima á kjördag og reyndu að skammast þín. Vilt þú taka þátt í að skapa nýtt Ísland og hreinsa burt leifar þess spillta karlaveldis, er olli og tók þátt í hruninu, og yngja þannig upp ásjónu þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Annars eyðirðu atkvæðinu þínu til einskis.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar