Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa Vilhjálmur Pétursson skrifar 28. júní 2012 15:30 Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun