Stuðningsgrein: Þóru fyrir forseta Einar Benediktsson skrifar 28. júní 2012 15:00 Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun