Skoðun

Heilindi

Sigfinnur Þorleifsson og Þórir Stephensen skrifar
Hið fyrsta sem menn hljóta að íhuga þegar þeir kjósa sér forseta er heilindi hans og þar ekki síst hið pólitíska siðgæði, sem frambjóðandinn stendur fyrir.

Þóra Arnórsdóttir hefur sýnt í lífi sínu og starfi frammi fyrir alþjóð að hún stendur fyrir hinum fornu, sterku, siðrænu gildum, sem þjóð okkar hefur ætíð byggt á: heiðarleika, drenglyndi, mannkærleika, ávallt með sannleikann að leiðarljósi.

Þóra Arnórsdóttir er jafnframt greind kona og gætin og hefur hvergi farið offari, læst ekki vera fullkomin, en treystir á heilbrigða skynsemi og þá samvisku sem hún hefur hlotið í vöggugjöf.

Að öllu þessu samanlögðu treystum við henni umfram aðra frambjóðendur til að leiða þjóð okkar í næstu framtíð. Við biðjum Guð að blessa hana í lífi og starfi.






Skoðun

Sjá meira


×