Stuðningsgrein: Af hverju er Ólafur Ragnar besti kosturinn? Hrafnhildur Hafsteinsdóttir skrifar 27. júní 2012 16:00 Fyrstu kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni voru þegar ég var að alast upp og heyrði mömmu ræða að hún hefði verið send niður á þing af kennara í stjórnmálafræði við HÍ og var verkefni hennar sem stjórnmálafræðinema að horfa á og læra af alþingismönnum. Seinna átti hún að færa rök fyrir hver væri að hennar mati besti ræðumaðurinn. Álit hennar sem og margra nemanna var að Ólafur hefði borið af öðrum þingmönnum fyrir rökfestu, sannfæringu og málafylgju. Rökfesta og ræðusnilld eru nokkrir af mörgum kostum Ólafs Ragnars og hafa nýst honum vel í embætti forseta Íslands. Ég hef aldrei verið stoltari af honum sem forseta en í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þegar þjóðin átti undir högg að sækja sótti Ólafur Ragnar fram á erlendum vettvangi og útskýrði sjónarmið Íslendinga fyrir erlendum blaðamönnum og ráðamönnum. Rökfesta hans, þekking og færni í erlendum tungumálum varð til þess að á sjónarmið Íslendinga var hlustað. Hann er verðmætur fulltrúi þjóðarinnar bæði hér heima og erlendis og hefur átt drjúgan þátt í að endurheimta mannorð Íslendinga á erlendum vettvangi. Ég þekki til nokkurra sem hafa leitað til forsetaembættisins og óskað eftir aðstoð forsetans við afhendingu viðurkenninga og verðlauna. Í öll skiptin hefur það verið auðsótt mál og hefur forsetinn sett mikinn svip á þessar hátíðir og flutt ræður sem eftir hefur verið tekið. Hann hefur verið uppbyggjandi og hvetjandi og stappað stálinu í fólk. Hann hefur hvatt það til dáða, vakið athygli á því sem vel er gert og lagt áherslu á að við Íslendingar tölum okkur ekki niður heldur komum auga á hinn mikla auð sem er í þessu landi og þau tækifæri sem hér er að finna – ekki síst fyrir ungt fólk. Við þurfum sterkan leiðtoga sem kemur auga á það jákæða og hvetur til dáða. Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn sem forseti lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni voru þegar ég var að alast upp og heyrði mömmu ræða að hún hefði verið send niður á þing af kennara í stjórnmálafræði við HÍ og var verkefni hennar sem stjórnmálafræðinema að horfa á og læra af alþingismönnum. Seinna átti hún að færa rök fyrir hver væri að hennar mati besti ræðumaðurinn. Álit hennar sem og margra nemanna var að Ólafur hefði borið af öðrum þingmönnum fyrir rökfestu, sannfæringu og málafylgju. Rökfesta og ræðusnilld eru nokkrir af mörgum kostum Ólafs Ragnars og hafa nýst honum vel í embætti forseta Íslands. Ég hef aldrei verið stoltari af honum sem forseta en í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þegar þjóðin átti undir högg að sækja sótti Ólafur Ragnar fram á erlendum vettvangi og útskýrði sjónarmið Íslendinga fyrir erlendum blaðamönnum og ráðamönnum. Rökfesta hans, þekking og færni í erlendum tungumálum varð til þess að á sjónarmið Íslendinga var hlustað. Hann er verðmætur fulltrúi þjóðarinnar bæði hér heima og erlendis og hefur átt drjúgan þátt í að endurheimta mannorð Íslendinga á erlendum vettvangi. Ég þekki til nokkurra sem hafa leitað til forsetaembættisins og óskað eftir aðstoð forsetans við afhendingu viðurkenninga og verðlauna. Í öll skiptin hefur það verið auðsótt mál og hefur forsetinn sett mikinn svip á þessar hátíðir og flutt ræður sem eftir hefur verið tekið. Hann hefur verið uppbyggjandi og hvetjandi og stappað stálinu í fólk. Hann hefur hvatt það til dáða, vakið athygli á því sem vel er gert og lagt áherslu á að við Íslendingar tölum okkur ekki niður heldur komum auga á hinn mikla auð sem er í þessu landi og þau tækifæri sem hér er að finna – ekki síst fyrir ungt fólk. Við þurfum sterkan leiðtoga sem kemur auga á það jákæða og hvetur til dáða. Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn sem forseti lýðveldisins Íslands.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar