Stuðningsgrein: Tungan er beitt vopn Sigurbjörg Bergsdóttir skrifar 25. júní 2012 22:00 Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. En að þessu sögðu langar mig líka að segja hvað það hryggir mig að fylgjast með hvernig er ráðist á framboð Þóru í gegnum Svavar. Það sem ég á við í þessum efnum er hvernig forsetaframbjóðandi getur réttlætt fyrir sjálfum sér að eyða dýrmætum tíma sínum í að gagnrýna meðframbjóðendur eða maka þeirra þegar þessum tíma ætti að verja í að tala við fólkið í landinu um það hvað það hefur sjálft fram að færa til embættisins. Það þarf engan Einstein til að átta sig á að við erum öll mannleg sama hver við erum. Það er enginn fullkominn og það er hægt að gagnrýna allt og alla ef viljinn er fyrir hendi. Mér finnst það segja svo mikið um persónu hvernig hún kemur fram við annað fólk og það sem fólk leyfir sér í kosningabaráttu, sem og annars staðar, sýnir innri mann. Ég hef aldrei verið hrifin að því þegar fólk situr og ver tíma sínum og annarra í að rífa niður og gagnrýna í stað þess að byggja upp og bæta það sem þarf að laga. Það þarf ákveðinn myndugleika og hugrekki til að geta staðið með sjálfum sér án þess að gera lítið úr öðrum í leiðinni. Uppbyggileg gagnrýni er holl en gagnrýni sem felur í sér ósannindi og ærumeiðingar er ekki af því góða. Tungan er beitt vopn og ég segi að það sé merki um þroska og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þegar henni er beitt af skynsemi og heiðarleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. En að þessu sögðu langar mig líka að segja hvað það hryggir mig að fylgjast með hvernig er ráðist á framboð Þóru í gegnum Svavar. Það sem ég á við í þessum efnum er hvernig forsetaframbjóðandi getur réttlætt fyrir sjálfum sér að eyða dýrmætum tíma sínum í að gagnrýna meðframbjóðendur eða maka þeirra þegar þessum tíma ætti að verja í að tala við fólkið í landinu um það hvað það hefur sjálft fram að færa til embættisins. Það þarf engan Einstein til að átta sig á að við erum öll mannleg sama hver við erum. Það er enginn fullkominn og það er hægt að gagnrýna allt og alla ef viljinn er fyrir hendi. Mér finnst það segja svo mikið um persónu hvernig hún kemur fram við annað fólk og það sem fólk leyfir sér í kosningabaráttu, sem og annars staðar, sýnir innri mann. Ég hef aldrei verið hrifin að því þegar fólk situr og ver tíma sínum og annarra í að rífa niður og gagnrýna í stað þess að byggja upp og bæta það sem þarf að laga. Það þarf ákveðinn myndugleika og hugrekki til að geta staðið með sjálfum sér án þess að gera lítið úr öðrum í leiðinni. Uppbyggileg gagnrýni er holl en gagnrýni sem felur í sér ósannindi og ærumeiðingar er ekki af því góða. Tungan er beitt vopn og ég segi að það sé merki um þroska og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þegar henni er beitt af skynsemi og heiðarleika.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun