Stuðningsgrein: Vegmóð þjóð á tímamótum Björg Björnsdóttir skrifar 25. júní 2012 18:00 Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun