Alonso vann ótrúlegan kappakstur á heimavelli Birgir Þór Harðarson skrifar 24. júní 2012 14:16 Alonso var sáttur með sigurinn á heimavelli. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum. Eftir að Vettel féll úr leik opnaðist kappaksturinn og á tímabili áttu Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen möguleika á sigrinum. Þeir börðust hart um annað sætið sem Raikkönen tók þegar afturdekkin hjá Hamilton misstu allt grip. Hamilton féll þá enn aftar og Pastor Maldonado reyndi að komst fram úr honum. Það endaði þó aðeins með því að Maldonado endaði utan brautar og ók svo inn í hliðina á McLaren-bíl Hamilton. McLaren-bíllinn endaði í vegriðinu og Lewis var brjálaður, eðlilega. Maldonado lauk kappakstrinum í tíunda sæti en á mögulega yfir höfði sér einhverja refsingu. Michael Schumacher varð þriðji í kappakstrinum fyrir Mercedes. Það er fyrsti verðlaunapallur hans síðan hann snéri aftur í Formúlu 1. Síðast stóð hann á pallinum í Kína árið 2006. Hann ætlaði ekki að trúa því þegar hann ók yfir endamarkið. "Ég heyrði í talstöðinni: "Þetta er þriðja sæti", og mín fyrstu viðbrögð voru "Ha?"" sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir mótið. Mark Webber varð fjórði, Nico Hulkenberg fimmti og Nico Rosberg sjötti. Jenson Button á McLaren varð aðeins áttundi og átti mjög erfitt uppdráttar og aldrei séns á að hafa áhrif á toppbaráttuna. Á undan honum var Paul di Resta á Force India. Á meðan Alonso ók frábæran kappakstur gerði liðsfélagi hans ömurlegt mót og endaði sextándi og hring á eftir. Felipe Massa var aðeins á undan HRT-bílunum. Alonso hefur áður unnið kappakstur í ár sem þýðir að fjöldi sigurvegara í ár vex ekki. Þeir eru þó enn sjö í átta mótum sem er algerlega ótrúlegt. Alonso er efstur í stigamóti ökuþóra eftir sigurinn. Mark Webber er annar og Lewis Hamilton þriðji. Hamilton kom til Spánar efstur í stigamótinu. Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum. Eftir að Vettel féll úr leik opnaðist kappaksturinn og á tímabili áttu Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen möguleika á sigrinum. Þeir börðust hart um annað sætið sem Raikkönen tók þegar afturdekkin hjá Hamilton misstu allt grip. Hamilton féll þá enn aftar og Pastor Maldonado reyndi að komst fram úr honum. Það endaði þó aðeins með því að Maldonado endaði utan brautar og ók svo inn í hliðina á McLaren-bíl Hamilton. McLaren-bíllinn endaði í vegriðinu og Lewis var brjálaður, eðlilega. Maldonado lauk kappakstrinum í tíunda sæti en á mögulega yfir höfði sér einhverja refsingu. Michael Schumacher varð þriðji í kappakstrinum fyrir Mercedes. Það er fyrsti verðlaunapallur hans síðan hann snéri aftur í Formúlu 1. Síðast stóð hann á pallinum í Kína árið 2006. Hann ætlaði ekki að trúa því þegar hann ók yfir endamarkið. "Ég heyrði í talstöðinni: "Þetta er þriðja sæti", og mín fyrstu viðbrögð voru "Ha?"" sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir mótið. Mark Webber varð fjórði, Nico Hulkenberg fimmti og Nico Rosberg sjötti. Jenson Button á McLaren varð aðeins áttundi og átti mjög erfitt uppdráttar og aldrei séns á að hafa áhrif á toppbaráttuna. Á undan honum var Paul di Resta á Force India. Á meðan Alonso ók frábæran kappakstur gerði liðsfélagi hans ömurlegt mót og endaði sextándi og hring á eftir. Felipe Massa var aðeins á undan HRT-bílunum. Alonso hefur áður unnið kappakstur í ár sem þýðir að fjöldi sigurvegara í ár vex ekki. Þeir eru þó enn sjö í átta mótum sem er algerlega ótrúlegt. Alonso er efstur í stigamóti ökuþóra eftir sigurinn. Mark Webber er annar og Lewis Hamilton þriðji. Hamilton kom til Spánar efstur í stigamótinu.
Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira