Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 21. júní 2012 13:31 Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun