Kobayashi og Maldonado þurfa að borga 5,5 milljónir í sekt Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júlí 2012 17:00 Maldonado í kröppum dansi á Silverstone. nordicphotos/afp Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Maldonado ók inn í hlið Sergio Perez hjá Sauber með þeim afleiðingum að Perez þurfti að hætta keppni. Maldonado gat haldið áfram en var langt frá því að halda sama hraða og hann hafði fyrir óhappið. Williams-ökuþórinn segist einfaldlega hafa misst stjórn á bílnum inn í Brooklands-beygjuna. Þess vegna ók hann inn í hlið Perez. Dómarar eru hins vegar sannfærðir um að Maldonado hafi bremsað of hægt og þannig stofnað sér og keppinauti sínum í hættu. Fyrir þetta atvik þarf Maldonado að greiða 10.000 evrur. Það jafngildir rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Kamui Kobayashi var sektaður um heldur meira, eða 25.000 evrur. Það jafngildir tæplega fjórum milljónum íslenskra króna. Kamui ók niður þrjá vélvirkja þegar hann kom inn á þjónustusvæðið til að taka viðgerðarhlé. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, aðeins lemstraðir eftir byltuna. Dómarar segja hann hafa bremsað of seint fyrir boxið og því komið of hratt að. Kamui viðurkennir það en segist ekki hafa getað stýrt bílnum því framhjólin voru bæði læst. Því fór sem fór. Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Maldonado ók inn í hlið Sergio Perez hjá Sauber með þeim afleiðingum að Perez þurfti að hætta keppni. Maldonado gat haldið áfram en var langt frá því að halda sama hraða og hann hafði fyrir óhappið. Williams-ökuþórinn segist einfaldlega hafa misst stjórn á bílnum inn í Brooklands-beygjuna. Þess vegna ók hann inn í hlið Perez. Dómarar eru hins vegar sannfærðir um að Maldonado hafi bremsað of hægt og þannig stofnað sér og keppinauti sínum í hættu. Fyrir þetta atvik þarf Maldonado að greiða 10.000 evrur. Það jafngildir rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Kamui Kobayashi var sektaður um heldur meira, eða 25.000 evrur. Það jafngildir tæplega fjórum milljónum íslenskra króna. Kamui ók niður þrjá vélvirkja þegar hann kom inn á þjónustusvæðið til að taka viðgerðarhlé. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, aðeins lemstraðir eftir byltuna. Dómarar segja hann hafa bremsað of seint fyrir boxið og því komið of hratt að. Kamui viðurkennir það en segist ekki hafa getað stýrt bílnum því framhjólin voru bæði læst. Því fór sem fór.
Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira