Hamilton fljótastur þegar föstudagsæfingum lýkur Birgir Þór Harðarson skrifar 6. júlí 2012 14:53 Hamilton var fljótastur í vætunni í dag. McLaren-bíllin leit út fyrir að vera stöðugur miðað við hina. Ökumenn áttu stökustu vandræðum í gegnum hraðar beygjur Silverstone. nordicphotos/afp Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Roman Grosjean á Lotus, Daniel Ricciardo á Torro Rosso, Mark Webber á Red Bull og Pedro de la Rosa á HRT settu ekki tíma þrátt fyrir að hafa ekið þó nokkra hringi til að kynnast aðstæðum. Bruno Senna eyðilagði bíl sinn þegar hann missti stjórn á Williams-bílnum þegar hann kom út úr Chapel-beygjunni. Hann endaði með vinstri hlið bílsins í dekkjaveggnum og gat ekki ekið meir. Williamsmenn keppast nú við að púsla bílnum saman á ný svo Bruno nái að taka þátt á morgun. Búist er við rigningu áfram á morgun þegar tímatökurnar fara fram. Keppnisdagur verður einnig blautur ef eitthvað er að marka veðurspár, þó rigningin verði léttari en hún var í dag. Laugardagsæfingarnar hefjast klukkan níu í fyrramálið og eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatökurnar fara svo fram á hádegi og eru líka í beinni. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Roman Grosjean á Lotus, Daniel Ricciardo á Torro Rosso, Mark Webber á Red Bull og Pedro de la Rosa á HRT settu ekki tíma þrátt fyrir að hafa ekið þó nokkra hringi til að kynnast aðstæðum. Bruno Senna eyðilagði bíl sinn þegar hann missti stjórn á Williams-bílnum þegar hann kom út úr Chapel-beygjunni. Hann endaði með vinstri hlið bílsins í dekkjaveggnum og gat ekki ekið meir. Williamsmenn keppast nú við að púsla bílnum saman á ný svo Bruno nái að taka þátt á morgun. Búist er við rigningu áfram á morgun þegar tímatökurnar fara fram. Keppnisdagur verður einnig blautur ef eitthvað er að marka veðurspár, þó rigningin verði léttari en hún var í dag. Laugardagsæfingarnar hefjast klukkan níu í fyrramálið og eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatökurnar fara svo fram á hádegi og eru líka í beinni.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira