Tapaði auga í æfingaslysi Birgir Þór Harðarson skrifar 5. júlí 2012 05:00 Maria de Villota tapaði hægra auga þegar hún lenti í slysi á þriðjudag. nordicphotos/afp Maria de Villota hefur tapað hægra auga eftir að hafa lent í slysi við reynsluakstur Marussia liðsins í Formúlu 1. Hún hefur starfað sem tilraunaökuþór liðsins síðan í mars. De Villota hafði í raun lokið reynsluakstrinum á þriðjudag og var að koma bílnum fyrir meðal vélvirkjana þegar hún missti stjórn á honum. Bíllinn rann stjórnlaust á liftupall flutningabíls. Hún slasaðist töluvert á höfði við áreksturinn og var flutt í flýti á sjúkrahús. John Booth, liðstjóri Marussia, segir víðtæka rannsókn á tildrögum slyssins þegar hafna. Líðan Mariu er alvarleg en stöðug þar sem hún liggur á sjúkrahúsi í Cambridge. "Við erum þakklát fyrir þá læknisaðstoð sem hún fékk á skömmum tíma eftir slysið," sagði Booth. "Bati hennar verður okkar helsta markmið." Maria de Villota er 32 ára spænskur ökumaður. Hún ók fyrst Formúlu 1 bíl í fyrra þegar Lotus liðið gaf henni tækifæri. Ólíklegt var talið að hún myndi á endanum hljóta þann heiður að verða fyrsta konan sem keppir í Formúlu 1 síðan 1976. Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Maria de Villota hefur tapað hægra auga eftir að hafa lent í slysi við reynsluakstur Marussia liðsins í Formúlu 1. Hún hefur starfað sem tilraunaökuþór liðsins síðan í mars. De Villota hafði í raun lokið reynsluakstrinum á þriðjudag og var að koma bílnum fyrir meðal vélvirkjana þegar hún missti stjórn á honum. Bíllinn rann stjórnlaust á liftupall flutningabíls. Hún slasaðist töluvert á höfði við áreksturinn og var flutt í flýti á sjúkrahús. John Booth, liðstjóri Marussia, segir víðtæka rannsókn á tildrögum slyssins þegar hafna. Líðan Mariu er alvarleg en stöðug þar sem hún liggur á sjúkrahúsi í Cambridge. "Við erum þakklát fyrir þá læknisaðstoð sem hún fékk á skömmum tíma eftir slysið," sagði Booth. "Bati hennar verður okkar helsta markmið." Maria de Villota er 32 ára spænskur ökumaður. Hún ók fyrst Formúlu 1 bíl í fyrra þegar Lotus liðið gaf henni tækifæri. Ólíklegt var talið að hún myndi á endanum hljóta þann heiður að verða fyrsta konan sem keppir í Formúlu 1 síðan 1976.
Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira