Patrekur segir Íslendinga mega vera sátta með dráttinn á HM Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júlí 2012 15:24 Patrekur Jóhannesson telur að Ísland muni berjast um efsta sætið í sínum riðli á HM í janúar. Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að berjast um sigur í riðlinum á Heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og er Ísland í riðli með Danmörku, Makedóníu, Rússlandi, Katar og Ástralíu. "Ef við horfum á hina riðlana þá má ljóst vera að Ísland hefði geta lent gegn sterkari andstæðingum. Í okkar riðli eru lið sem við eigum að klára en síðan eru hinir leikirnir bara "fifty-fifty" eins og alltaf. Sama hefði þó líklega verið hægt að segja, sama í hvaða riðli Ísland hefði lent", sagði Patrekur. Ljóst er að breytingar verða á íslenska liðinu áður en að Heimsmeistaramótinu á Spáni kemur. Guðmundur Guðmundsson mun stýra íslenska liðinu í síðasta sinn á Ólympíuleikunum í London og þá hefur Ólafur Stefánsson gefið það út að hann muni leggja landsliðsskóna á hilluna í næsta mánuði. Patrekur telur, þó vissulega verði eftirsjá í þessum tveimur mönnum, að liðið verði vel samkeppnishæft áfram á meðal þeirra bestu. "Það er bara Óli sem er að verða fertugur og því í lagi að hann fái að hvíla sig aðeins. Auðvitað verður einhver breyting og nýr þjálfari kemur en kjarninn í liðinu ætti að vera áfram. Þetta eru ekki það gamlir strákar. Vissulega er mikið álag á leikmönnum íslenska liðsins, sérstaklega þeim sem spila í Þýskalandi. Kannski munu einhverjar þeirra spyrja sig hvort rétt sé að reyna að lengja ferilinn með því að draga sig út úr landsliðinu. Ég tel hinsvegar að allir muni þeir gera allt sem þeir geta til að spila bæði með sínu félagsliði og íslenska landsliðinu", sagði Patrekur. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að berjast um sigur í riðlinum á Heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og er Ísland í riðli með Danmörku, Makedóníu, Rússlandi, Katar og Ástralíu. "Ef við horfum á hina riðlana þá má ljóst vera að Ísland hefði geta lent gegn sterkari andstæðingum. Í okkar riðli eru lið sem við eigum að klára en síðan eru hinir leikirnir bara "fifty-fifty" eins og alltaf. Sama hefði þó líklega verið hægt að segja, sama í hvaða riðli Ísland hefði lent", sagði Patrekur. Ljóst er að breytingar verða á íslenska liðinu áður en að Heimsmeistaramótinu á Spáni kemur. Guðmundur Guðmundsson mun stýra íslenska liðinu í síðasta sinn á Ólympíuleikunum í London og þá hefur Ólafur Stefánsson gefið það út að hann muni leggja landsliðsskóna á hilluna í næsta mánuði. Patrekur telur, þó vissulega verði eftirsjá í þessum tveimur mönnum, að liðið verði vel samkeppnishæft áfram á meðal þeirra bestu. "Það er bara Óli sem er að verða fertugur og því í lagi að hann fái að hvíla sig aðeins. Auðvitað verður einhver breyting og nýr þjálfari kemur en kjarninn í liðinu ætti að vera áfram. Þetta eru ekki það gamlir strákar. Vissulega er mikið álag á leikmönnum íslenska liðsins, sérstaklega þeim sem spila í Þýskalandi. Kannski munu einhverjar þeirra spyrja sig hvort rétt sé að reyna að lengja ferilinn með því að draga sig út úr landsliðinu. Ég tel hinsvegar að allir muni þeir gera allt sem þeir geta til að spila bæði með sínu félagsliði og íslenska landsliðinu", sagði Patrekur.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira