Formúla 1

Ólympíuleikvanginum hugsanlega breytt í F1 braut

Birgir Þór Harðarson skrifar
Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig ólympíuleikvangurinn í London verður nýttur í kjölfar leikanna í ágúst.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig ólympíuleikvangurinn í London verður nýttur í kjölfar leikanna í ágúst. nordicphotos/afp
Umsókn um að fá að breyta ólympíuleikvanginum í London í Formúlu 1-braut hefur verið samþykkt af yfirvöldum þar. Þeir munu nú kanna þann möguleika áður en ákvörðun verður tekin um framtíð ólympíusvæðisins í kjölfar Ólympíuleikana í ágúst.

Nokkrar vikur eru liðnar síðan hugmyndir um kappakstursbraut um ólympíuhverfið komu fyrst í ljós. London Legacy Development Corporation (LLDC) staðfesti að F1 kappakstur um svæðið væri ein af fjórum tillögum sem væru til umræðu.

Í yfirlýsingu frá LLDC eru tillögurnar taldar saman. Knattspyrnuliðið West Ham United hefur sótt um að fá að nýta leikvanginn sem heimavöll sinn í ensku deildinni, Intelligent Transport Services ásamt Formúlu 1 leggja til að svæðinu verði breytt í Formúlu 1-braut, UCFB vill nýta svæðið til náms og reka þar háskóla og knattspyrnuliðið Leyton Orient vill nýta völlinn sem heimavöll.

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segist hafa heyrt af hugmyndinni í síðasta mánuði frá Intelligent Transport Services og litist vel á. "Þetta fyrirtæki leggur til hugmyndir um not á leikvanginum en vill ekki eiga hann," sagði Ecclestone. "Þeir lögðu upp áætlun um hvernig Formúla 1 gæti keppt umhverfist leikvanginn og innan hans og mér leist vel á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×