"Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott" Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 18:30 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna. mynd/AFP Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira