"Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott" Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 18:30 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna. mynd/AFP Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira