Enn rignir í Þýskalandi - Maldonado fljótastur 20. júlí 2012 13:42 Scumacher endaði í dekkjaveggnum og eyðilagði bílinn. nordicphotos/afp Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Það ringdi enn í Þýskalandi þegar seinni æfingar dagsins hófust í hádeginu og setti strik í reikninginn fyrir keppnisliðin. Gert er ráð fyrir enn meiri rigningu á morgun þegar laugardagsæfingar fara fram og tímataka fyrir kappaksturinn. Liðin hafa ekki getað safnað þeim upplýsingum um brautina sem þau þurfa fyrir kappaksturinn verði brautin þurr á sunnudaginn. Takmarkaðar upplýsingar liðanna veit hins vegar á gott fyrir áhugamenn því kappaksturinn gæti reynst viðburðaríkur og óvæntur. Rigningin kom ekki í veg fyrir að ökumenn óku marga hringi. Brautin var þétt setin alla æfinguna. Undir lok hennar, þegar ökumenn þóttust vissir um hvar takmörkin lægju, fóru menn að aka útaf. Michael Schumacher var einn þeirra en hann fór of utarlega þegar hann kom út úr beygju 12, Mobil 1-beygjunni, með þeim afleiðingum að hann endaði í dekkjaveggnum. Æfingar fyrir þýska kappaksturinn halda áfram klukkan níu í fyrramálið og tímatökurnar eru klukkan 12:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Það ringdi enn í Þýskalandi þegar seinni æfingar dagsins hófust í hádeginu og setti strik í reikninginn fyrir keppnisliðin. Gert er ráð fyrir enn meiri rigningu á morgun þegar laugardagsæfingar fara fram og tímataka fyrir kappaksturinn. Liðin hafa ekki getað safnað þeim upplýsingum um brautina sem þau þurfa fyrir kappaksturinn verði brautin þurr á sunnudaginn. Takmarkaðar upplýsingar liðanna veit hins vegar á gott fyrir áhugamenn því kappaksturinn gæti reynst viðburðaríkur og óvæntur. Rigningin kom ekki í veg fyrir að ökumenn óku marga hringi. Brautin var þétt setin alla æfinguna. Undir lok hennar, þegar ökumenn þóttust vissir um hvar takmörkin lægju, fóru menn að aka útaf. Michael Schumacher var einn þeirra en hann fór of utarlega þegar hann kom út úr beygju 12, Mobil 1-beygjunni, með þeim afleiðingum að hann endaði í dekkjaveggnum. Æfingar fyrir þýska kappaksturinn halda áfram klukkan níu í fyrramálið og tímatökurnar eru klukkan 12:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira