Körfubolti

Doc Rivers: Mér að kenna að Ray Allen fór í Miami Heat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ray Allen.
Ray Allen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, hefur tekið að sér hlutverk blórabögguls í Ray Allen málinu en Allen ákvað að yfirgefa Boston-liðið og semja frekar við NBA-meistara Miami Heat.

Doc Rivers segir að það sem hafði mest áhrif að Ray Allen fór var sú ákvörðun hans sjálfs að gefa Rajon Rondo fulla stjórn á sóknarleik Boston-liðsins og setja Allen í hlutverk sjötta manns. Flestir hafa kennt stormasömu sambandi Allen og Rondo um að Ray Allen vildi fara frá Boston en þjálfarinn er ekki alveg sammála.

„Fólk getur kennt um samskiptunum hans við Rondo og það er enginn vafi er á því er að það var vandamál. Þetta var samt miklu meira mér að kenna en Rondo," sagði Doc Rivers við Adrian Wojnarowski hjá Yahoo.

„Ég er sá sem lét Rondo hafa boltann og ákvað það að Rondo þyrfti að verða meiri leiðtogi í liðinu. Það þýðir ekki að allir væru sammála mér í því og Ray var ekki hrifinn ekki síst þar sem Rondo var með boltann allan tímann. Það truflaði Ray líka að missa sætið í byrjunarliðinu," sagði Rivers.

Doc Rivers sagði jafnframt vita í hvað stefndi þegar Ray Allen hætti að svara símtölum hans eftir að Miami Heat sló Boston Celtics út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×