Button vann sannfærandi sigur í Belgíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 13:48 Button slapp við áreksturinn í fyrstu beygju en liðsfélagi hans var ekki svo heppinn. nordicphotos/afp Jenson Button átti ekki í neinum vandræðum með að vinna belgíska kappaksturinn í dag. McLaren-bíll Buttons var lang bestur í kappakstrinum og ógnaði honum enginn alla keppnina. "Keppnin var gallalaus," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir keppnina. "Þessi kappakstur minnir okkur aðeins á hversu frábær ökumaður Button er." Kappaksturinn litaðist mikið af árekstrinum, sem varð í fyrstu beygju strax eftir ræsingu, því þar féllu úr leik Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso, Lewis Hamilton á McLaren, Romain Grosjean á Lotus og Sergio Perez á Sauber. Kamui Kobayashi fékk líka að kenna á því í árekstrinum en náði þó að klára keppnina með herkjum. Sebastian Vettel ók frábærlega í dag og skilaði Red Bull-bílnum heim í annað sæti með því að stoppa aðeins einu sinni og skipta um dekk, eins og Button. Vettel átti nokkra frábæra framúrakstra sem skópu árangur hans á brautinni í dag. Kimi Raikkönen á Lotus lauk mótinu í þriðja sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir Kimi sem taldi sig geta sigrað mótið og styrkja stöðu sína í titilbaráttunni. Nico Hulkenberg náði frábæru fjórða sæti fyrir Force India-liðið. Hulkenberg ætti í raun að fá verðlaun fyrir besta akstur dagsins. Felipe Massa á Ferrari varð fimmti og Michael Schumacher sjöundi. Schumacher var kominn í annað sætið og það leit út fyrir að gamli meistarinn myndi koma sér á verðlaunapall. Allt kom fyrir ekki því enn bilaði bíllinn. Úrslit dagsins hafa gert titilbaráttuna enn áhugaverðari því nú er Vettel aðeins 24 stigum á eftir Alonso. Næst verður keppt á Monza á Ítalíu um næstu helgi. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button átti ekki í neinum vandræðum með að vinna belgíska kappaksturinn í dag. McLaren-bíll Buttons var lang bestur í kappakstrinum og ógnaði honum enginn alla keppnina. "Keppnin var gallalaus," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir keppnina. "Þessi kappakstur minnir okkur aðeins á hversu frábær ökumaður Button er." Kappaksturinn litaðist mikið af árekstrinum, sem varð í fyrstu beygju strax eftir ræsingu, því þar féllu úr leik Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso, Lewis Hamilton á McLaren, Romain Grosjean á Lotus og Sergio Perez á Sauber. Kamui Kobayashi fékk líka að kenna á því í árekstrinum en náði þó að klára keppnina með herkjum. Sebastian Vettel ók frábærlega í dag og skilaði Red Bull-bílnum heim í annað sæti með því að stoppa aðeins einu sinni og skipta um dekk, eins og Button. Vettel átti nokkra frábæra framúrakstra sem skópu árangur hans á brautinni í dag. Kimi Raikkönen á Lotus lauk mótinu í þriðja sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir Kimi sem taldi sig geta sigrað mótið og styrkja stöðu sína í titilbaráttunni. Nico Hulkenberg náði frábæru fjórða sæti fyrir Force India-liðið. Hulkenberg ætti í raun að fá verðlaun fyrir besta akstur dagsins. Felipe Massa á Ferrari varð fimmti og Michael Schumacher sjöundi. Schumacher var kominn í annað sætið og það leit út fyrir að gamli meistarinn myndi koma sér á verðlaunapall. Allt kom fyrir ekki því enn bilaði bíllinn. Úrslit dagsins hafa gert titilbaráttuna enn áhugaverðari því nú er Vettel aðeins 24 stigum á eftir Alonso. Næst verður keppt á Monza á Ítalíu um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira