Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH - 22-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2012 12:28 FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira