Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 25-28 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 24. september 2012 15:25 ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira