Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 24-29 Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 4. október 2012 12:38 Fram unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í N1-deild karla með sterkum 5 marka sigri í Kaplakrika, 24-29. Jafnræði var með liðunum lengst af en góðar lokamínútur gerðu útslagið í sigri gestanna. Gestirnir úr Safamýrinni hafa byrjað tímabilið illa, eftir 7 marka tap gegn Haukum fylgdi tap gegn Akureyringum í næstu umferð og var spilamennskan döpur í báðum leikjum. FH höfðu hinsvegar sótt 4 stig í tvo útileiki, jafntefli gegn Akureyri í fyrstu umferð og unnu svo Valsmenn á Hlíðarenda í síðustu umferð. Liðin skiptust á mörkunum fyrstu mínúturnar og var jafnt með liðunum. Á 21. mínútu hefðu gestirnir hinsvegar getað byggt upp gott forskot í stöðunni 8-9 fyrir Fram. Þá fengu leikmenn FH þrjár brottvísanir á stuttum kafla og voru um tíma aðeins þrír í vörninni. Þeir náðu hinsvegar að halda stöðunni 1-1 á þessum kafla og náðu að jafna leikinn 13-13 rétt fyrir leikhlé. Heimamenn virtust ætla að nýta sér kæruleysi Frammara og komust í þriggja marka forystu fljótlega í seinni hálfleik. Framarar hinsvegar gáfust ekki upp og náðu þeir forskotinu á 51. mínútu. Þeir héldu áfram og náðu fimm marka forskoti þegar fjórar mínútur voru eftir og gerðu út af við leikinn. Þrátt fyrir tilraunir FH á lokamínútunum til að brúa bilið náðu þeir aldrei að ógna forskoti Fram verulega og unnu gestirnir að lokum verðskuldaðann sigur. Allt annað var að sjá til gestanna í þessum leik miðað við spilamennsku þeirra framan af móti. Þeir misstu báða leikina fljótlega fram úr sér eftir að lenda undir en í kvöld sýndu þeir hvað í þeim býr og innbyrtu gríðarlega mikilvægann sigur. Ljóst er að róðurinn hefði orðið þungur hefðu þeir setið stigalausir eftir þrjár umferðir. Jóhann Gunnar Einarsson átti stórleik með 11 mörk fyrir Fram, næstir voru Róbert Aron Hostert og Sigurður Eggertsson með sex mörk hvor. Í liði FH var Ragnar Jóhannsson markahæstur með 7 mörk en besti leikmaður liðsins í kvöld var Daníel Freyr Andrésson sem varði 22 skot. Einar: Átti von á erfiðri byrjun„Við unnum vel í okkar málum í vikunni, hver einasta æfing og fundur í vikunni var frábær. Einbeitingin skein úr augum strákanna í vikunni og það skilaði sér í kvöld," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vildum bara alls ekkert í fyrstu tveimur leikjunum, við spiluðum einfaldlega mjög illa." „Ég átti svosem von á því að byrjunin yrði erfið, við vorum ennþá að tjasla mönnum saman og menn að týnast inn. Þetta eru vandamál sem flest lið kannast við og við komum einfaldlega bara illa undirbúnir í leikina." „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun móts og það lagðist misþungt á menn. Frammistaðan var einfaldlega léleg, það er alltaf leiðinlegt að tapa en við einfaldlega gátum ekkert tekið gott úr þessum leikjum." Jafnræði var með liðunum lengst af en Framarar stigu upp rétt fyrir lokin og tryggðu sér að lokum öruggan sigur. „Við erum að spila á móti frábæru liði sem er vel þjálfað. Að vinna þá á heimavelli er frábært, mér fannst við vera betri allann tímann í kvöld. Við vorum að skapa okkur nóg af færum en Danni var að verja vel í markinu hjá þeim. Svo ver Maggi nokkra bolta í röð og þá skiljast liðin að." „Við spiluðum heilt yfir mjög vel í sextíu mínútur og það er jákvætt. Þeir fá kannski örlítið lengri fótbolta á morgun í verðlaun," sagði Einar brosmildur eftir leikinn. Einar Andri: Vonbrigði að vinna ekki fyrsta heimaleikinn„Þetta eru mikil vonbrigði að ná ekki að vinna fyrsta heimaleikinn. Framarar spiluðu mjög vel og voru mjög grimmir eins og við bjuggumst við," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Lykilaugnablikið er þegar við missum mann af velli þegar sex mínútur eru eftir, þá missum við þá fram úr okkur. Við vorum inn í leiknum allt fram að því." Leikmenn FH fengu á sig fimm brottvísanir, þar af þrjár á stuttum tíma og voru FH aðeins með þrjá leikmenn inná um tíma. „Það er mjög erfitt að fá á sig svona margar brottvísanir, það gerir manni erfitt fyrir og er alls ekki nægilega gott. Við héldum þó sjó þar og náðum að halda jöfnu inn í hálfleikinn." Þetta var fyrsti leikur tímabilsins bæði á heimavelli FH sem og að Ólafur Gústafsson sneri aftur í lið FH. „Það er oft erfitt þegar leikmenn koma aftur inn sem hafa verið frá. Þá veit maður ekki hvaða áhrif það hefur og við hikstuðum svolítið í kvöld, núna þurfum við að fara yfir leikinn og hvað er hægt að bæta," sagði Einar. „Fyrstu tveir leikirnir voru ásættanlegir en þessi leikur var mikil vonbrigði og það má margt laga. Þetta er langt mót og við þurfum einfaldlega að læra af þessum skell," sagði Einar Andri. Jóhann Gunnar: Þetta var do-or-die leikur„Við peppuðum okkur upp eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Þetta var do-or-die leikur, að lenda sex stigum eftir á strax í byrjun er gríðarlega erfitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Vikan er búin að vera frábær, við tókum langann fund eftir tapið gegn Akureyri. Það var ekki það að við töpuðum þessum leikjum heldur hvernig við töpuðum þeim, frammistaðan var döpur.“ Allt annað var að sjá til liðsins ef miðað er við síðasta leik. „Við vitum hvað við getum í handbolta en í síðustu leikjum brotnum við um leið og við lendum undir. Í kvöld lendum við undir í seinni hálfleik en í staðinn fyrir að skamma hvorn annan héldum við einfaldlega áfram og unnum að lokum glæsilegann sigur.“ Leikurinn var jafn allt fram að síðustu tíu mínútum leiksins. „Þetta var jafnt allann seinni hálfleikinn, tvö mörk til og frá. Þetta var spurning um hvor næði að slíta sig frá fyrr og við náðum því. Þeir eru búnir að eiga fína leiki og við ömurlega og við vildum þetta mun meira held ég.“ Staðan var jöfn í hálfleik þrátt fyrir að FH hafi aðeins haft þrjá útileikmenn inná um tíma í fyrri hálfleik. „Mér finnst ömurlegt að spila á 4 eða 3, maður vill ekki klúðra og ef fyrsta skotið klikkar þá verður næsta sókn léleg. Við ákváðum að sökkva okkur ekkert í það heldur halda áfram okkar leik.“ „Það er alltaf verið að tala um að deildin sé svo jöfn og við þurftum að taka þátt í því. Mér fannst við vera flottir hér í kvöld og áttum sigurinn skilið,“ Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Fram unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í N1-deild karla með sterkum 5 marka sigri í Kaplakrika, 24-29. Jafnræði var með liðunum lengst af en góðar lokamínútur gerðu útslagið í sigri gestanna. Gestirnir úr Safamýrinni hafa byrjað tímabilið illa, eftir 7 marka tap gegn Haukum fylgdi tap gegn Akureyringum í næstu umferð og var spilamennskan döpur í báðum leikjum. FH höfðu hinsvegar sótt 4 stig í tvo útileiki, jafntefli gegn Akureyri í fyrstu umferð og unnu svo Valsmenn á Hlíðarenda í síðustu umferð. Liðin skiptust á mörkunum fyrstu mínúturnar og var jafnt með liðunum. Á 21. mínútu hefðu gestirnir hinsvegar getað byggt upp gott forskot í stöðunni 8-9 fyrir Fram. Þá fengu leikmenn FH þrjár brottvísanir á stuttum kafla og voru um tíma aðeins þrír í vörninni. Þeir náðu hinsvegar að halda stöðunni 1-1 á þessum kafla og náðu að jafna leikinn 13-13 rétt fyrir leikhlé. Heimamenn virtust ætla að nýta sér kæruleysi Frammara og komust í þriggja marka forystu fljótlega í seinni hálfleik. Framarar hinsvegar gáfust ekki upp og náðu þeir forskotinu á 51. mínútu. Þeir héldu áfram og náðu fimm marka forskoti þegar fjórar mínútur voru eftir og gerðu út af við leikinn. Þrátt fyrir tilraunir FH á lokamínútunum til að brúa bilið náðu þeir aldrei að ógna forskoti Fram verulega og unnu gestirnir að lokum verðskuldaðann sigur. Allt annað var að sjá til gestanna í þessum leik miðað við spilamennsku þeirra framan af móti. Þeir misstu báða leikina fljótlega fram úr sér eftir að lenda undir en í kvöld sýndu þeir hvað í þeim býr og innbyrtu gríðarlega mikilvægann sigur. Ljóst er að róðurinn hefði orðið þungur hefðu þeir setið stigalausir eftir þrjár umferðir. Jóhann Gunnar Einarsson átti stórleik með 11 mörk fyrir Fram, næstir voru Róbert Aron Hostert og Sigurður Eggertsson með sex mörk hvor. Í liði FH var Ragnar Jóhannsson markahæstur með 7 mörk en besti leikmaður liðsins í kvöld var Daníel Freyr Andrésson sem varði 22 skot. Einar: Átti von á erfiðri byrjun„Við unnum vel í okkar málum í vikunni, hver einasta æfing og fundur í vikunni var frábær. Einbeitingin skein úr augum strákanna í vikunni og það skilaði sér í kvöld," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vildum bara alls ekkert í fyrstu tveimur leikjunum, við spiluðum einfaldlega mjög illa." „Ég átti svosem von á því að byrjunin yrði erfið, við vorum ennþá að tjasla mönnum saman og menn að týnast inn. Þetta eru vandamál sem flest lið kannast við og við komum einfaldlega bara illa undirbúnir í leikina." „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun móts og það lagðist misþungt á menn. Frammistaðan var einfaldlega léleg, það er alltaf leiðinlegt að tapa en við einfaldlega gátum ekkert tekið gott úr þessum leikjum." Jafnræði var með liðunum lengst af en Framarar stigu upp rétt fyrir lokin og tryggðu sér að lokum öruggan sigur. „Við erum að spila á móti frábæru liði sem er vel þjálfað. Að vinna þá á heimavelli er frábært, mér fannst við vera betri allann tímann í kvöld. Við vorum að skapa okkur nóg af færum en Danni var að verja vel í markinu hjá þeim. Svo ver Maggi nokkra bolta í röð og þá skiljast liðin að." „Við spiluðum heilt yfir mjög vel í sextíu mínútur og það er jákvætt. Þeir fá kannski örlítið lengri fótbolta á morgun í verðlaun," sagði Einar brosmildur eftir leikinn. Einar Andri: Vonbrigði að vinna ekki fyrsta heimaleikinn„Þetta eru mikil vonbrigði að ná ekki að vinna fyrsta heimaleikinn. Framarar spiluðu mjög vel og voru mjög grimmir eins og við bjuggumst við," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Lykilaugnablikið er þegar við missum mann af velli þegar sex mínútur eru eftir, þá missum við þá fram úr okkur. Við vorum inn í leiknum allt fram að því." Leikmenn FH fengu á sig fimm brottvísanir, þar af þrjár á stuttum tíma og voru FH aðeins með þrjá leikmenn inná um tíma. „Það er mjög erfitt að fá á sig svona margar brottvísanir, það gerir manni erfitt fyrir og er alls ekki nægilega gott. Við héldum þó sjó þar og náðum að halda jöfnu inn í hálfleikinn." Þetta var fyrsti leikur tímabilsins bæði á heimavelli FH sem og að Ólafur Gústafsson sneri aftur í lið FH. „Það er oft erfitt þegar leikmenn koma aftur inn sem hafa verið frá. Þá veit maður ekki hvaða áhrif það hefur og við hikstuðum svolítið í kvöld, núna þurfum við að fara yfir leikinn og hvað er hægt að bæta," sagði Einar. „Fyrstu tveir leikirnir voru ásættanlegir en þessi leikur var mikil vonbrigði og það má margt laga. Þetta er langt mót og við þurfum einfaldlega að læra af þessum skell," sagði Einar Andri. Jóhann Gunnar: Þetta var do-or-die leikur„Við peppuðum okkur upp eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Þetta var do-or-die leikur, að lenda sex stigum eftir á strax í byrjun er gríðarlega erfitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Vikan er búin að vera frábær, við tókum langann fund eftir tapið gegn Akureyri. Það var ekki það að við töpuðum þessum leikjum heldur hvernig við töpuðum þeim, frammistaðan var döpur.“ Allt annað var að sjá til liðsins ef miðað er við síðasta leik. „Við vitum hvað við getum í handbolta en í síðustu leikjum brotnum við um leið og við lendum undir. Í kvöld lendum við undir í seinni hálfleik en í staðinn fyrir að skamma hvorn annan héldum við einfaldlega áfram og unnum að lokum glæsilegann sigur.“ Leikurinn var jafn allt fram að síðustu tíu mínútum leiksins. „Þetta var jafnt allann seinni hálfleikinn, tvö mörk til og frá. Þetta var spurning um hvor næði að slíta sig frá fyrr og við náðum því. Þeir eru búnir að eiga fína leiki og við ömurlega og við vildum þetta mun meira held ég.“ Staðan var jöfn í hálfleik þrátt fyrir að FH hafi aðeins haft þrjá útileikmenn inná um tíma í fyrri hálfleik. „Mér finnst ömurlegt að spila á 4 eða 3, maður vill ekki klúðra og ef fyrsta skotið klikkar þá verður næsta sókn léleg. Við ákváðum að sökkva okkur ekkert í það heldur halda áfram okkar leik.“ „Það er alltaf verið að tala um að deildin sé svo jöfn og við þurftum að taka þátt í því. Mér fannst við vera flottir hér í kvöld og áttum sigurinn skilið,“
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira