Fótbolti

Meistaradeildin á sviðið í kvöld | Dagskráin á sportstöðvunum

Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það verður nóg af leikjum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld og eins og vanalega er þeim gerð mjög góð skil á sportstöðvum Stöðvar 2. Þrír leikir verða sýndir beint í kvöld og Þorsteinn J. fer síðan yfir alla öll helstu atvikin í leikjum kvöldsins í Meistaramörkunum.

Upphitun fyrir kvöldleikina hefst kl. 18.00 þar sem að Þorsteinn J. fer yfir málin með sérfræðingum þáttarins en í kvöld munu þeir Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson vera í aðalhlutverki. Allir verða þeir síðan á sama stað þegar allir leikir kvöldsins verða gerðir upp í Meistaramörkunum kl. 20.45.

Leikir ensku liðanna Chelsea og Manchester United verða sýndir beint í kvöld sem og leikur Lionel Messi og félaga í Barcelona. Leikur Cluj og Man. Utd er aðalleikurinn og verður á háskerpurásinni.

Dagskráin er þannig:

18:00: upphitun | Þorsteinn J. og gestir | Stöð 2 sport

18:30: Nordsjælland – Chelsea | Stöð 2 sport 3

18:30: Cluj - Man. Utd | Stöð 2 sport HD

18:30: Benfica – Barcelona | Stöð 2 sport 4

20:45: Meistaramörkin | Þorsteinn J. og gestir | Stöð 2 sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×