Orðrómur um að Vettel fari til Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 15. október 2012 19:00 Það verður að teljast hæpið að Vettel og Alonso verði liðsfélagar hjá Ferrari á næsta ári. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Þá hafa flestir bestu ökumennirnir í Formúlu 1 verði orðaðir við sæti Felipe Massa hjá Ferrari. Massa þykir þó hafa ekið vel í undanförnum mótum og sætið hans ekki eins heitt og það var í upphafi tímabilsins þegar ekkert gekk hjá Brasilíumanninum. Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-fyrirtækisins, segir að það mundi ekki verða góð skipan mála að fá jafn sterkan ökuþór og Vettel í liðið til að aka við hlið Fernando Alonso. Mundi það raska jafnvæginu innan liðsins, sem Ferrari metur svo mikils. "Í dag eru ökumennirnir okkar ekki vandamál," sagði di Montezemolo við ítalska útvarpsstöð þegar orðrómurinn um Vettel var borinn undir hann. "Ég vil ekki hafa vandamál eða of mikið kapp milli ökuþóra liðsins. Við höfðum það ekki milli Schumacher og Irvine, Schumacher og Barrichello og heldur ekki milli Alonso og Massa." Felipe Massa er því hinn fullkomni ökuþór til að gegna hlutverki annars ökuþórs liðsins, hlutverk sem hann hefur annast nær alla sína tíð hjá Ferrari. Di Montezemolo segist ætla að ræða við Massa á næstunni og ráða um framtíð ökuþórsins. Formúla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Þá hafa flestir bestu ökumennirnir í Formúlu 1 verði orðaðir við sæti Felipe Massa hjá Ferrari. Massa þykir þó hafa ekið vel í undanförnum mótum og sætið hans ekki eins heitt og það var í upphafi tímabilsins þegar ekkert gekk hjá Brasilíumanninum. Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-fyrirtækisins, segir að það mundi ekki verða góð skipan mála að fá jafn sterkan ökuþór og Vettel í liðið til að aka við hlið Fernando Alonso. Mundi það raska jafnvæginu innan liðsins, sem Ferrari metur svo mikils. "Í dag eru ökumennirnir okkar ekki vandamál," sagði di Montezemolo við ítalska útvarpsstöð þegar orðrómurinn um Vettel var borinn undir hann. "Ég vil ekki hafa vandamál eða of mikið kapp milli ökuþóra liðsins. Við höfðum það ekki milli Schumacher og Irvine, Schumacher og Barrichello og heldur ekki milli Alonso og Massa." Felipe Massa er því hinn fullkomni ökuþór til að gegna hlutverki annars ökuþórs liðsins, hlutverk sem hann hefur annast nær alla sína tíð hjá Ferrari. Di Montezemolo segist ætla að ræða við Massa á næstunni og ráða um framtíð ökuþórsins.
Formúla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira