Vettel fljótastur á æfingum fyrir Indverska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 26. október 2012 16:00 Vettel er ótrúlegur. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum lang hraðast um indversku brautina sem keppt verður á í Formúlu 1 um helgina. Vettel ók 0,6 sekúntum hraðar en keppinautur hans Fernando Alonso á Ferrari. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, varð annar á seinni æfingu dagsins. Vettel hafði hins vegar yfirburði á fyrstu æfingunni og var heilum 0,3 sekúntum fljótari um brautina en Jenson Button á McLaren. "Í síðustu mótum hefur keppnishraði þeirra verið á pari við það hvernig hann var í fyrra. Það er svolítið sárt," sagði Button. Hann heldur því hins vegar fram að æfingahraðinn gefi skakka mynd af raunverulegum hraða Red Bull-bílana. "Við mætum ekki til Indlands til þess að leyfa Red Bull að sigla þessu auðveldlega í mark. Við ætlum að veita þeim baráttu og ég er viss um að Ferrari er að hugsa það líka." Button segir að Red Bull hafi sýnt yfirgnæfandi hraða sinn á köflum í sumar en ekki náð að nýta hann til að vinna mót. "Síðustu þrjú mót hafa verið góð fyrir þá. Það má þó segja að Sebastian hafi verið heppinn að vinna í Singapúr því Hamilton þurfti að hætta keppni," segir Button. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum lang hraðast um indversku brautina sem keppt verður á í Formúlu 1 um helgina. Vettel ók 0,6 sekúntum hraðar en keppinautur hans Fernando Alonso á Ferrari. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, varð annar á seinni æfingu dagsins. Vettel hafði hins vegar yfirburði á fyrstu æfingunni og var heilum 0,3 sekúntum fljótari um brautina en Jenson Button á McLaren. "Í síðustu mótum hefur keppnishraði þeirra verið á pari við það hvernig hann var í fyrra. Það er svolítið sárt," sagði Button. Hann heldur því hins vegar fram að æfingahraðinn gefi skakka mynd af raunverulegum hraða Red Bull-bílana. "Við mætum ekki til Indlands til þess að leyfa Red Bull að sigla þessu auðveldlega í mark. Við ætlum að veita þeim baráttu og ég er viss um að Ferrari er að hugsa það líka." Button segir að Red Bull hafi sýnt yfirgnæfandi hraða sinn á köflum í sumar en ekki náð að nýta hann til að vinna mót. "Síðustu þrjú mót hafa verið góð fyrir þá. Það má þó segja að Sebastian hafi verið heppinn að vinna í Singapúr því Hamilton þurfti að hætta keppni," segir Button.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira