Hulkenberg ekur fyrir Sauber 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Hulkenberg hefur staðið sig vel hjá Force India. nordicphotos/afp Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Hulkenberg ekur nú fyrir Force India-liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Williams árið 2010 með góðum árangri. Eftirminnilegast er þegar hann náði ráspól í brasilíska kappakstrinum það árið við erfiðar aðstæður. "Hann hefur sýnt að ef tækifærið gefst hefur hann hæfileika til að grípa það," sagði Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins. "Við höfum fylgst náið með honum um nokkurt skeið og árangur hans hefur verið mjög aðlaðandi." Sjálfur er Hulkenberg spenntur að keppa fyrir Sauber á næsta ári. "Liðið er í góðri stöðu og mjög keppnisfært. Auk þess hafa ungir ökumenn yfirleitt blómstrað hjá Sauber." Hulkenberg er 25 ára gamall og hefur staðið sig mjög vel um borð í Force India-bílnum í dag. Liðsfélagi hans er Paul di Resta en þeir hafa háð mikla baráttu innbirðis. Sauber-liðið hefur ekki staðfest hver liðsfélagi Hulkenberg verður á næsta ári. Það verður þó að teljast líklegt að Kamui Kobayashi haldi sínu sæti. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Hulkenberg ekur nú fyrir Force India-liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Williams árið 2010 með góðum árangri. Eftirminnilegast er þegar hann náði ráspól í brasilíska kappakstrinum það árið við erfiðar aðstæður. "Hann hefur sýnt að ef tækifærið gefst hefur hann hæfileika til að grípa það," sagði Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins. "Við höfum fylgst náið með honum um nokkurt skeið og árangur hans hefur verið mjög aðlaðandi." Sjálfur er Hulkenberg spenntur að keppa fyrir Sauber á næsta ári. "Liðið er í góðri stöðu og mjög keppnisfært. Auk þess hafa ungir ökumenn yfirleitt blómstrað hjá Sauber." Hulkenberg er 25 ára gamall og hefur staðið sig mjög vel um borð í Force India-bílnum í dag. Liðsfélagi hans er Paul di Resta en þeir hafa háð mikla baráttu innbirðis. Sauber-liðið hefur ekki staðfest hver liðsfélagi Hulkenberg verður á næsta ári. Það verður þó að teljast líklegt að Kamui Kobayashi haldi sínu sæti.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira