500 myndbönd send inn í Jólastjörnuna 31. október 2012 16:59 Dómnefnd Jólastjörnunnar á ærið verkefni fyrir höndum næstu daga. Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. Þetta eru enn fleiri þátttakendur en í fyrra en þá bárust um 400 myndbönd. Um er að ræða ungt fólk, 16 ára og yngri, sem fær það tækifæri til að koma í sérstakar prufur sem haldnar verða á Nordica þann 9. nóvember næstkomandi. Einungis 10 af þessum hundruðum söngvara verða boðaðir í þessar prufur. Einn mun svo standa uppi sem sigurvegari og kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum stórstjörnum laugardaginn 15. desember í Höllinni á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrra og kom fram á Jólagestunum þann 3. desember í Hölinni. Að auki verður í ár gefin út ný hljómplata fyrir þessi jól með þeim 10 keppendum sem komast í úrslit. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem komast áfram. Dómnefndin mun nú leggjast undir feld og fara gaumgæfilega yfir öll myndböndin og freista þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá 10 sem komast í prufurnar. Það er ljóst að dómnefndin á ærið verkefni fyrir höndum því í fyrra þurfti mikla yfirlegu og umræður í ljósi þess hve frambærilegir margir þátttakendurnir voru. Engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í ár. Í dómnefndinni eru engir aukvisar en hana skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, leikstjórinn Gunnar Helgason, poppdívan Þórunn Antónía og stórsöngkonan Diddú. Vísir og Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni, dómnefndinni að störfum og prufunum og afhjúpa sigurvegarann þegar að því kemur. Hér fyrir ofan má sjá Jólastjörnuna í Íslandi í dag í fyrra. Jólafréttir Jólastjarnan Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Dómnefnd Jólastjörnunnar á ærið verkefni fyrir höndum næstu daga. Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. Þetta eru enn fleiri þátttakendur en í fyrra en þá bárust um 400 myndbönd. Um er að ræða ungt fólk, 16 ára og yngri, sem fær það tækifæri til að koma í sérstakar prufur sem haldnar verða á Nordica þann 9. nóvember næstkomandi. Einungis 10 af þessum hundruðum söngvara verða boðaðir í þessar prufur. Einn mun svo standa uppi sem sigurvegari og kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum stórstjörnum laugardaginn 15. desember í Höllinni á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrra og kom fram á Jólagestunum þann 3. desember í Hölinni. Að auki verður í ár gefin út ný hljómplata fyrir þessi jól með þeim 10 keppendum sem komast í úrslit. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem komast áfram. Dómnefndin mun nú leggjast undir feld og fara gaumgæfilega yfir öll myndböndin og freista þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá 10 sem komast í prufurnar. Það er ljóst að dómnefndin á ærið verkefni fyrir höndum því í fyrra þurfti mikla yfirlegu og umræður í ljósi þess hve frambærilegir margir þátttakendurnir voru. Engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í ár. Í dómnefndinni eru engir aukvisar en hana skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, leikstjórinn Gunnar Helgason, poppdívan Þórunn Antónía og stórsöngkonan Diddú. Vísir og Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni, dómnefndinni að störfum og prufunum og afhjúpa sigurvegarann þegar að því kemur. Hér fyrir ofan má sjá Jólastjörnuna í Íslandi í dag í fyrra.
Jólafréttir Jólastjarnan Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira