500 myndbönd send inn í Jólastjörnuna 31. október 2012 16:59 Dómnefnd Jólastjörnunnar á ærið verkefni fyrir höndum næstu daga. Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. Þetta eru enn fleiri þátttakendur en í fyrra en þá bárust um 400 myndbönd. Um er að ræða ungt fólk, 16 ára og yngri, sem fær það tækifæri til að koma í sérstakar prufur sem haldnar verða á Nordica þann 9. nóvember næstkomandi. Einungis 10 af þessum hundruðum söngvara verða boðaðir í þessar prufur. Einn mun svo standa uppi sem sigurvegari og kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum stórstjörnum laugardaginn 15. desember í Höllinni á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrra og kom fram á Jólagestunum þann 3. desember í Hölinni. Að auki verður í ár gefin út ný hljómplata fyrir þessi jól með þeim 10 keppendum sem komast í úrslit. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem komast áfram. Dómnefndin mun nú leggjast undir feld og fara gaumgæfilega yfir öll myndböndin og freista þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá 10 sem komast í prufurnar. Það er ljóst að dómnefndin á ærið verkefni fyrir höndum því í fyrra þurfti mikla yfirlegu og umræður í ljósi þess hve frambærilegir margir þátttakendurnir voru. Engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í ár. Í dómnefndinni eru engir aukvisar en hana skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, leikstjórinn Gunnar Helgason, poppdívan Þórunn Antónía og stórsöngkonan Diddú. Vísir og Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni, dómnefndinni að störfum og prufunum og afhjúpa sigurvegarann þegar að því kemur. Hér fyrir ofan má sjá Jólastjörnuna í Íslandi í dag í fyrra. Jólafréttir Jólastjarnan Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Dómnefnd Jólastjörnunnar á ærið verkefni fyrir höndum næstu daga. Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. Þetta eru enn fleiri þátttakendur en í fyrra en þá bárust um 400 myndbönd. Um er að ræða ungt fólk, 16 ára og yngri, sem fær það tækifæri til að koma í sérstakar prufur sem haldnar verða á Nordica þann 9. nóvember næstkomandi. Einungis 10 af þessum hundruðum söngvara verða boðaðir í þessar prufur. Einn mun svo standa uppi sem sigurvegari og kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum stórstjörnum laugardaginn 15. desember í Höllinni á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrra og kom fram á Jólagestunum þann 3. desember í Hölinni. Að auki verður í ár gefin út ný hljómplata fyrir þessi jól með þeim 10 keppendum sem komast í úrslit. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem komast áfram. Dómnefndin mun nú leggjast undir feld og fara gaumgæfilega yfir öll myndböndin og freista þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá 10 sem komast í prufurnar. Það er ljóst að dómnefndin á ærið verkefni fyrir höndum því í fyrra þurfti mikla yfirlegu og umræður í ljósi þess hve frambærilegir margir þátttakendurnir voru. Engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í ár. Í dómnefndinni eru engir aukvisar en hana skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, leikstjórinn Gunnar Helgason, poppdívan Þórunn Antónía og stórsöngkonan Diddú. Vísir og Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni, dómnefndinni að störfum og prufunum og afhjúpa sigurvegarann þegar að því kemur. Hér fyrir ofan má sjá Jólastjörnuna í Íslandi í dag í fyrra.
Jólafréttir Jólastjarnan Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent