Raikkönen þarf frelsi til að blómstra Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 20:00 Kimi veit nákvæmlega hvað hann er að gera um borð í Formúlu 1-bíl. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira