Körfubolti

Lakers og Boston tapa og tapa - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant og Mike Brown.
Kobe Bryant og Mike Brown. Mynd/Nordic Photos/Getty
Boston Celtics og Los Angeles Lakers eru tvö af sigursælustu félögunum í sögu NBA-deildarinnar og ætla sér bæði stóra hluti á þessu NBA-tímabili en það er óhætt að segja að byrjunin sé ein samfelld martröð.

Los Angeles Lakers tapaði öllum átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og er nú búið að tapa fyrstu þremur deildarleikjum sínum en það hefur ekki gerst síðan 1978 eða fyrir tíma Magic Johnson.

"Við þurfum augljósa sigur. Ég ætla ekki að reyna að plata neinna hérna. Það er stór ástæða fyrir því af hverju Kobe spilaði allar þessar mínútur," sagði Mike Brown, þjálfari Los Angeles Lakers en Kobe Bryant var með 40 stig á 43 mínútum í tapleiknum á móti Los Angeles Clippers í nótt.

Boston Celtics er reyndar í sama ströggli og í fyrra þegar liðið tapaði þremur fyrstu leikjum sínum. Liðið tapaði fyrsta heimaleiknum í nótt en hafði áður tapað á móti NBA-meisturum Miami Heat á útivelli.

Ljósmyndarar á vegum AP og Getty myndabankanna voru að sjálfsögðu á leikjum liðanna í nótt og þeir náðu þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×