Mourinho: Ég veit ekki hvað ég geri eftir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2012 12:30 Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki ákveðið neitt um hvað hann gerir þegar hann hættir sem þjálfari spænska liðsins. Portúgalinn var síðasta vor fyrsti stjórinn til að vinna Ítölsku, ensku og spænsku deildina. „Frá unga aldri vissi ég að til þess að vaxa sem þjálfari þá þyrfti ég að komast til annarra landa, ferðast og takast á við nýjar áskoranir," sagði Jose Mourinho við tímaritið Ronda Ibera. „Þegar ég byrjaði að ferðast þá stefndi ég á England, Ítalíu og Spán en þegar ég klára hjá Real Madrid þá veit ég ekki hvað ég geri," sagði Mourinho. Mourinho hefur verið orðaður við franska félagið Paris Saint-Germain og þá er alltaf verið að skrifa um að hann ætli að snúa aftur í enska boltann. „Ég er alltaf í glímu við sjálfan mig og ég er alltaf að reyna að vera sá besti. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að þjálfa og þjálfari í dag getur ekki gert það sama og sá fyrir 10, 20 eða 30 árum. Þetta starf er í stöðugri þróun og skyldur þjálfarans snúast um miklu meira en að velja ellefu byrjunarliðsmenn, ákveða taktík eða skipta mönnum inn á," sagði Mourinho. Mourinho talaði um að starfið hafi mikil áhrif á fjölskyldulífið. „Sonur minn getur ekki farið í háskóla án þess að aðrir viti hver hann er og konan mín þarf að biðja mig um að bíða í bílnum þegar hún fer inn í búð að versla. Þetta er fórnarkostnaður minn til þess að geta gert það sem ég elska að gera," sagði Mourinho. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki ákveðið neitt um hvað hann gerir þegar hann hættir sem þjálfari spænska liðsins. Portúgalinn var síðasta vor fyrsti stjórinn til að vinna Ítölsku, ensku og spænsku deildina. „Frá unga aldri vissi ég að til þess að vaxa sem þjálfari þá þyrfti ég að komast til annarra landa, ferðast og takast á við nýjar áskoranir," sagði Jose Mourinho við tímaritið Ronda Ibera. „Þegar ég byrjaði að ferðast þá stefndi ég á England, Ítalíu og Spán en þegar ég klára hjá Real Madrid þá veit ég ekki hvað ég geri," sagði Mourinho. Mourinho hefur verið orðaður við franska félagið Paris Saint-Germain og þá er alltaf verið að skrifa um að hann ætli að snúa aftur í enska boltann. „Ég er alltaf í glímu við sjálfan mig og ég er alltaf að reyna að vera sá besti. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að þjálfa og þjálfari í dag getur ekki gert það sama og sá fyrir 10, 20 eða 30 árum. Þetta starf er í stöðugri þróun og skyldur þjálfarans snúast um miklu meira en að velja ellefu byrjunarliðsmenn, ákveða taktík eða skipta mönnum inn á," sagði Mourinho. Mourinho talaði um að starfið hafi mikil áhrif á fjölskyldulífið. „Sonur minn getur ekki farið í háskóla án þess að aðrir viti hver hann er og konan mín þarf að biðja mig um að bíða í bílnum þegar hún fer inn í búð að versla. Þetta er fórnarkostnaður minn til þess að geta gert það sem ég elska að gera," sagði Mourinho.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira