NBA: Kobe Bryant og Kevin Durant báðir með þrefalda tvennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2012 09:00 Kevin Durant treður hér boltanum í körfuna í nótt. Mynd/AP Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons.Kobe Bryant var með 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann Houston Rockets 119-108 en Dwight Howard bætti einnig við 28 stigum og 13 fráköstum. Lakers er búið að vinna fjóra af fimm leikjum sínum síðan að Mike Brown var rekinn. Mike D'Antoni ætlaði að stjórna sínum fyrsta leik í gær en frestaði komu sinni á bekkinn. Bernie Bickerstaff stjórnaði því liðinu í fimmta leiknum í röð. Chandler Parsons skoraði 24 stig fyrir Houston og James Harden var með 20 stig en Rockets-liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Kevin Durant var með 25 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Golden State Warriors 119-109. Þetta var fyrsta þrefalda tvenna hans á ferlinum. Russell Westbrook var með 30 stig í leiknum og Kevin Martin kom með 23 stig inn af bekknum en saman voru þeir tveir með 12 stoðsendingar, Westbrook 7 og Martin 5. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 22 stig og David Lee bætti við 19 stigum og 10 fráköstum.Andray Blatche var stigahæstur þegar Brooklyn Nets fagnaði sínum fimmta sigri í röð þegar liðið vann Sacramento Kings 99-90. Nets-liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins síðan að New Jersey Nets fór alla leið í lokaúrslitin 2002-03. Deron Williams var með 14 stig og 10 stoðsendingar og MarShon Brooks skoraði 9 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. DeMarcus Cousins var með 29 stig hjá Sacramento.Carmelo Anthony var með 26 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann 88-76 heimasigur á Indiana Pacers en New York hafði tapað í fyrsta sinn í vetur í leiknum á undan. JR Smith skoraði 13 stig og Raymond Felton var með 11 stig og 8 stoðsendingar. Paul George skoraði 20 stig fyrir Indiana.Detroit Pistons vann sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið skellti Boston Celtics 103-83. Boston var að spila í fjórða sinn á fimm kvöldum og var aldrei með í leiknum. Greg Monroe skoraði 20 stig og tók 13 fráköst fyrir Detroit en Jared Sullinger var stigahæstur hjá Boston með 16 stig, Kevin Garnett skoraði 15 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 10 stoðsendingar.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Indiana Pacers 88-76 Toronto Raptors - Orlando Magic 97-86 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 86-79 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 90-99 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 119-109 Detroit Pistons - Boston Celtics 103-83 Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 102-94 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 119-108 NBA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons.Kobe Bryant var með 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann Houston Rockets 119-108 en Dwight Howard bætti einnig við 28 stigum og 13 fráköstum. Lakers er búið að vinna fjóra af fimm leikjum sínum síðan að Mike Brown var rekinn. Mike D'Antoni ætlaði að stjórna sínum fyrsta leik í gær en frestaði komu sinni á bekkinn. Bernie Bickerstaff stjórnaði því liðinu í fimmta leiknum í röð. Chandler Parsons skoraði 24 stig fyrir Houston og James Harden var með 20 stig en Rockets-liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Kevin Durant var með 25 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Golden State Warriors 119-109. Þetta var fyrsta þrefalda tvenna hans á ferlinum. Russell Westbrook var með 30 stig í leiknum og Kevin Martin kom með 23 stig inn af bekknum en saman voru þeir tveir með 12 stoðsendingar, Westbrook 7 og Martin 5. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 22 stig og David Lee bætti við 19 stigum og 10 fráköstum.Andray Blatche var stigahæstur þegar Brooklyn Nets fagnaði sínum fimmta sigri í röð þegar liðið vann Sacramento Kings 99-90. Nets-liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins síðan að New Jersey Nets fór alla leið í lokaúrslitin 2002-03. Deron Williams var með 14 stig og 10 stoðsendingar og MarShon Brooks skoraði 9 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. DeMarcus Cousins var með 29 stig hjá Sacramento.Carmelo Anthony var með 26 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann 88-76 heimasigur á Indiana Pacers en New York hafði tapað í fyrsta sinn í vetur í leiknum á undan. JR Smith skoraði 13 stig og Raymond Felton var með 11 stig og 8 stoðsendingar. Paul George skoraði 20 stig fyrir Indiana.Detroit Pistons vann sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið skellti Boston Celtics 103-83. Boston var að spila í fjórða sinn á fimm kvöldum og var aldrei með í leiknum. Greg Monroe skoraði 20 stig og tók 13 fráköst fyrir Detroit en Jared Sullinger var stigahæstur hjá Boston með 16 stig, Kevin Garnett skoraði 15 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 10 stoðsendingar.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Indiana Pacers 88-76 Toronto Raptors - Orlando Magic 97-86 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 86-79 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 90-99 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 119-109 Detroit Pistons - Boston Celtics 103-83 Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 102-94 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 119-108
NBA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira