Möguleikar meistaranna í úrslitamótinu Birgir Þór Harðarson skrifar 25. nóvember 2012 15:12 Alonso er smá stressaður. nordicphotos/afp Núna síðdegis hefst brasilíski kappaksturinn þar sem Fernando Alonso og Sebastian Vettel há úrslitabaráttu um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso og Vettel munu ekki gefa tommu eftir. Búist er við rigningu í Sao Paulo í dag, í það minnsta skúrum. Það mun hjálpa Fernando Alonso meira en Sebastian Vettel í kappakstrinum. En það er mikilvægt að muna að í regnkeppnum getur áhætta í keppnisáætlun bæði unnið fyrir þig kappakstur og eyðilagt hann. Báðir eru tvöfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og eru því að keppa um hver fær sinn þriðja titil. Fyrir fram er Vettel líklegri þar sem hann hefur þrettán stiga forskot á Alonso og Vettel ræsir í fjórða sæti en Alonso í sjöunda. Það er hins vegar ekki öll nótt úti enn fyrir Alonso.Red Bull-liðið notar Renault-vélar í bílum sínum og hafa þær reynst gríðarlega öflugar í ár. Hins vegar vantar aðeins upp á áreiðanleika minni vélhluta því rafallinn í Red Bull-bílnum hefur nokkrum sinnum eyðilagt mót fyrir Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber. Sérfræðingarnir óttast að rafallinn gæti klikkað í kappakstrinum í dag. Red Bull-liðið gefur auðvitað ekkert upp um það hvaða týpu þeir hafa sett í bílinn fyrir þennan kappakstur. Bæði Vettel og Alonso virðast svolítið stressaðir fyrir kappaksturinn í dag, samkvæmt heimildum Sky Sports F1. Þegar allt kemur til alls skiptir röð ökumanna yfir endamarkið mestu máli því fyrir það fá menn stig. Svona þarf að fara fyrir kappakstrinum ef Vettel eða Alonso ætla að vinna titilinn. Vettel vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann endar í efstu fjórum sætunum. ... hann klárar fimmti, sjötti eða sjöundi og Alonso vinnur ekki kappaksturinn. ... hann klárar í áttunda eða níunda og Alonso verður þriðji eða neðar. ... hann klárar tíundi eða neðar og Alonso nær ekki verðlaunasæti.Alonso vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann vinnur og Vettel er fimmti eða neðar. ... hann klárar annar og Vettel er í áttunda eða neðar. ... hann er þriðji og Vettel er tíundi eða neðar. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Núna síðdegis hefst brasilíski kappaksturinn þar sem Fernando Alonso og Sebastian Vettel há úrslitabaráttu um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso og Vettel munu ekki gefa tommu eftir. Búist er við rigningu í Sao Paulo í dag, í það minnsta skúrum. Það mun hjálpa Fernando Alonso meira en Sebastian Vettel í kappakstrinum. En það er mikilvægt að muna að í regnkeppnum getur áhætta í keppnisáætlun bæði unnið fyrir þig kappakstur og eyðilagt hann. Báðir eru tvöfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og eru því að keppa um hver fær sinn þriðja titil. Fyrir fram er Vettel líklegri þar sem hann hefur þrettán stiga forskot á Alonso og Vettel ræsir í fjórða sæti en Alonso í sjöunda. Það er hins vegar ekki öll nótt úti enn fyrir Alonso.Red Bull-liðið notar Renault-vélar í bílum sínum og hafa þær reynst gríðarlega öflugar í ár. Hins vegar vantar aðeins upp á áreiðanleika minni vélhluta því rafallinn í Red Bull-bílnum hefur nokkrum sinnum eyðilagt mót fyrir Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber. Sérfræðingarnir óttast að rafallinn gæti klikkað í kappakstrinum í dag. Red Bull-liðið gefur auðvitað ekkert upp um það hvaða týpu þeir hafa sett í bílinn fyrir þennan kappakstur. Bæði Vettel og Alonso virðast svolítið stressaðir fyrir kappaksturinn í dag, samkvæmt heimildum Sky Sports F1. Þegar allt kemur til alls skiptir röð ökumanna yfir endamarkið mestu máli því fyrir það fá menn stig. Svona þarf að fara fyrir kappakstrinum ef Vettel eða Alonso ætla að vinna titilinn. Vettel vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann endar í efstu fjórum sætunum. ... hann klárar fimmti, sjötti eða sjöundi og Alonso vinnur ekki kappaksturinn. ... hann klárar í áttunda eða níunda og Alonso verður þriðji eða neðar. ... hann klárar tíundi eða neðar og Alonso nær ekki verðlaunasæti.Alonso vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann vinnur og Vettel er fimmti eða neðar. ... hann klárar annar og Vettel er í áttunda eða neðar. ... hann er þriðji og Vettel er tíundi eða neðar.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira