Möguleikar meistaranna í úrslitamótinu Birgir Þór Harðarson skrifar 25. nóvember 2012 15:12 Alonso er smá stressaður. nordicphotos/afp Núna síðdegis hefst brasilíski kappaksturinn þar sem Fernando Alonso og Sebastian Vettel há úrslitabaráttu um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso og Vettel munu ekki gefa tommu eftir. Búist er við rigningu í Sao Paulo í dag, í það minnsta skúrum. Það mun hjálpa Fernando Alonso meira en Sebastian Vettel í kappakstrinum. En það er mikilvægt að muna að í regnkeppnum getur áhætta í keppnisáætlun bæði unnið fyrir þig kappakstur og eyðilagt hann. Báðir eru tvöfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og eru því að keppa um hver fær sinn þriðja titil. Fyrir fram er Vettel líklegri þar sem hann hefur þrettán stiga forskot á Alonso og Vettel ræsir í fjórða sæti en Alonso í sjöunda. Það er hins vegar ekki öll nótt úti enn fyrir Alonso.Red Bull-liðið notar Renault-vélar í bílum sínum og hafa þær reynst gríðarlega öflugar í ár. Hins vegar vantar aðeins upp á áreiðanleika minni vélhluta því rafallinn í Red Bull-bílnum hefur nokkrum sinnum eyðilagt mót fyrir Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber. Sérfræðingarnir óttast að rafallinn gæti klikkað í kappakstrinum í dag. Red Bull-liðið gefur auðvitað ekkert upp um það hvaða týpu þeir hafa sett í bílinn fyrir þennan kappakstur. Bæði Vettel og Alonso virðast svolítið stressaðir fyrir kappaksturinn í dag, samkvæmt heimildum Sky Sports F1. Þegar allt kemur til alls skiptir röð ökumanna yfir endamarkið mestu máli því fyrir það fá menn stig. Svona þarf að fara fyrir kappakstrinum ef Vettel eða Alonso ætla að vinna titilinn. Vettel vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann endar í efstu fjórum sætunum. ... hann klárar fimmti, sjötti eða sjöundi og Alonso vinnur ekki kappaksturinn. ... hann klárar í áttunda eða níunda og Alonso verður þriðji eða neðar. ... hann klárar tíundi eða neðar og Alonso nær ekki verðlaunasæti.Alonso vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann vinnur og Vettel er fimmti eða neðar. ... hann klárar annar og Vettel er í áttunda eða neðar. ... hann er þriðji og Vettel er tíundi eða neðar. Formúla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Núna síðdegis hefst brasilíski kappaksturinn þar sem Fernando Alonso og Sebastian Vettel há úrslitabaráttu um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso og Vettel munu ekki gefa tommu eftir. Búist er við rigningu í Sao Paulo í dag, í það minnsta skúrum. Það mun hjálpa Fernando Alonso meira en Sebastian Vettel í kappakstrinum. En það er mikilvægt að muna að í regnkeppnum getur áhætta í keppnisáætlun bæði unnið fyrir þig kappakstur og eyðilagt hann. Báðir eru tvöfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og eru því að keppa um hver fær sinn þriðja titil. Fyrir fram er Vettel líklegri þar sem hann hefur þrettán stiga forskot á Alonso og Vettel ræsir í fjórða sæti en Alonso í sjöunda. Það er hins vegar ekki öll nótt úti enn fyrir Alonso.Red Bull-liðið notar Renault-vélar í bílum sínum og hafa þær reynst gríðarlega öflugar í ár. Hins vegar vantar aðeins upp á áreiðanleika minni vélhluta því rafallinn í Red Bull-bílnum hefur nokkrum sinnum eyðilagt mót fyrir Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber. Sérfræðingarnir óttast að rafallinn gæti klikkað í kappakstrinum í dag. Red Bull-liðið gefur auðvitað ekkert upp um það hvaða týpu þeir hafa sett í bílinn fyrir þennan kappakstur. Bæði Vettel og Alonso virðast svolítið stressaðir fyrir kappaksturinn í dag, samkvæmt heimildum Sky Sports F1. Þegar allt kemur til alls skiptir röð ökumanna yfir endamarkið mestu máli því fyrir það fá menn stig. Svona þarf að fara fyrir kappakstrinum ef Vettel eða Alonso ætla að vinna titilinn. Vettel vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann endar í efstu fjórum sætunum. ... hann klárar fimmti, sjötti eða sjöundi og Alonso vinnur ekki kappaksturinn. ... hann klárar í áttunda eða níunda og Alonso verður þriðji eða neðar. ... hann klárar tíundi eða neðar og Alonso nær ekki verðlaunasæti.Alonso vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann vinnur og Vettel er fimmti eða neðar. ... hann klárar annar og Vettel er í áttunda eða neðar. ... hann er þriðji og Vettel er tíundi eða neðar.
Formúla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira