Schumacher vill kveðja Formúluna á góðum nótum Birgir Þór Harðarson skrifar 22. nóvember 2012 06:15 Schumacher hefur ekki enn ákveðið hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur, nema hvað það verður ekki kappakstur í öðrum deildum. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Schumacher heldur að seinni kveðjustundin verði ekki eins tilfinningarík og þegar hann kvaddi árið 2006. Schumi snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010 en hefur ekki náð að hámarka árangurinn. Síðustu ár hafa því verið vonbrigði fyrir Schumacher. "Síðast þegar ég kvaddi vorum við enn að keppa um heimsmeistaratitilinn svo það voru allir mjög spenntir og að einbeita sér að því," sagði Schumacher. "Í þetta skiptið mun ég geta einbeitt mér meira að því að kveðja alla og get vonandi skapað mér góðar minningar." "Ég hef átt frábær ár í Formúlu 1 og haft gríðarlegan stuðning frá aðdáendum mínum umhverfis hnöttinn. Einna helst vil ég þakka þeim." "Auðvitað yrði ég ánægðastur ef ég fengi að kveðja með því að eiga góða keppni í Brasilíu. Ég ætla því að gera allt til að láta það gerast." Ross Brawn hefur fylgt Schumacher í Formúlu 1 síðan þeir fyrst unnu saman heimsmeistaratitla árin 1994 og 1995. Brawn er ábyrgur fyrir því að hafa lokkað Schumacher aftur í Formúlu 1. "Þetta verður tilfinningarík helgi fyrir alla í liðinu," sagði hann. "Við höfum haft mikla ánægju og gagn af því að hafa Schumacher í liðinu." Lewis Hamilton mun taka sæti Schumacher hjá Mercedes á næsta ári og yfirgefa McLaren.Þessi stuðningsmaður var ekki bjartsýnn á framtíðna eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Schumacher heldur að seinni kveðjustundin verði ekki eins tilfinningarík og þegar hann kvaddi árið 2006. Schumi snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010 en hefur ekki náð að hámarka árangurinn. Síðustu ár hafa því verið vonbrigði fyrir Schumacher. "Síðast þegar ég kvaddi vorum við enn að keppa um heimsmeistaratitilinn svo það voru allir mjög spenntir og að einbeita sér að því," sagði Schumacher. "Í þetta skiptið mun ég geta einbeitt mér meira að því að kveðja alla og get vonandi skapað mér góðar minningar." "Ég hef átt frábær ár í Formúlu 1 og haft gríðarlegan stuðning frá aðdáendum mínum umhverfis hnöttinn. Einna helst vil ég þakka þeim." "Auðvitað yrði ég ánægðastur ef ég fengi að kveðja með því að eiga góða keppni í Brasilíu. Ég ætla því að gera allt til að láta það gerast." Ross Brawn hefur fylgt Schumacher í Formúlu 1 síðan þeir fyrst unnu saman heimsmeistaratitla árin 1994 og 1995. Brawn er ábyrgur fyrir því að hafa lokkað Schumacher aftur í Formúlu 1. "Þetta verður tilfinningarík helgi fyrir alla í liðinu," sagði hann. "Við höfum haft mikla ánægju og gagn af því að hafa Schumacher í liðinu." Lewis Hamilton mun taka sæti Schumacher hjá Mercedes á næsta ári og yfirgefa McLaren.Þessi stuðningsmaður var ekki bjartsýnn á framtíðna eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira