Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Birgir Þór Harðarson skrifar 6. desember 2012 06:00 Bernie segist vera fullfær um að sinna Formúlu 1. nordicphotos/afp Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. "Mér finnst ekki eins og ég sé 82 ára," sagði Ecclestone. "Ég er núna á leiðinni til Istanbúl til að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á koppinn og svo ætla ég að taka þátt á ráðstefnu FIA. Ég stoppa svo ekki þarna, ég er með þúsund hugmyndir í viðbót." "Er ég í svona lélegu formi? Það eru varla tvær vikur síðan bandaríski kappaksturinn fór fram eftir að ég nánast bjó hann til." "Ég er 82 ára en fyrir löngu, þegar di Montezemolo var bara fertugur, þurfti ég að ræða málin við 88 ára gamlan herramann að nafni Enzo Ferrari. Trúðu mér, þrátt fyrir háan aldur hans, skalf ég því hann var svo strangur, óvæginn og skýr." Enzo Ferrari, fyrir þá sem ekki vita, stofnaði Ferrari-verksmiðjurnar og rak fyrirtækið þar til hann lést árið 1988, 90 ára gamall. Ecclestone segir samt allt í góðu milli hans og núverandi yfirmanns hjá Ferrari, þrátt fyrir þetta fjölmiðlafár yfir aldri alráðsins. Bernie hefur grætt mikið á Formúlu 1 en fyrirtæki hans, FOM (Formula One Management) á sjónvarpsréttinn af kappakstrinum. Eignir hans eru metnar á 2,8 milljarða bandaríkjadala. Formúla Tengdar fréttir Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. "Mér finnst ekki eins og ég sé 82 ára," sagði Ecclestone. "Ég er núna á leiðinni til Istanbúl til að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á koppinn og svo ætla ég að taka þátt á ráðstefnu FIA. Ég stoppa svo ekki þarna, ég er með þúsund hugmyndir í viðbót." "Er ég í svona lélegu formi? Það eru varla tvær vikur síðan bandaríski kappaksturinn fór fram eftir að ég nánast bjó hann til." "Ég er 82 ára en fyrir löngu, þegar di Montezemolo var bara fertugur, þurfti ég að ræða málin við 88 ára gamlan herramann að nafni Enzo Ferrari. Trúðu mér, þrátt fyrir háan aldur hans, skalf ég því hann var svo strangur, óvæginn og skýr." Enzo Ferrari, fyrir þá sem ekki vita, stofnaði Ferrari-verksmiðjurnar og rak fyrirtækið þar til hann lést árið 1988, 90 ára gamall. Ecclestone segir samt allt í góðu milli hans og núverandi yfirmanns hjá Ferrari, þrátt fyrir þetta fjölmiðlafár yfir aldri alráðsins. Bernie hefur grætt mikið á Formúlu 1 en fyrirtæki hans, FOM (Formula One Management) á sjónvarpsréttinn af kappakstrinum. Eignir hans eru metnar á 2,8 milljarða bandaríkjadala.
Formúla Tengdar fréttir Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01
Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15