Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Birgir Þór Harðarson skrifar 6. desember 2012 06:00 Bernie segist vera fullfær um að sinna Formúlu 1. nordicphotos/afp Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. "Mér finnst ekki eins og ég sé 82 ára," sagði Ecclestone. "Ég er núna á leiðinni til Istanbúl til að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á koppinn og svo ætla ég að taka þátt á ráðstefnu FIA. Ég stoppa svo ekki þarna, ég er með þúsund hugmyndir í viðbót." "Er ég í svona lélegu formi? Það eru varla tvær vikur síðan bandaríski kappaksturinn fór fram eftir að ég nánast bjó hann til." "Ég er 82 ára en fyrir löngu, þegar di Montezemolo var bara fertugur, þurfti ég að ræða málin við 88 ára gamlan herramann að nafni Enzo Ferrari. Trúðu mér, þrátt fyrir háan aldur hans, skalf ég því hann var svo strangur, óvæginn og skýr." Enzo Ferrari, fyrir þá sem ekki vita, stofnaði Ferrari-verksmiðjurnar og rak fyrirtækið þar til hann lést árið 1988, 90 ára gamall. Ecclestone segir samt allt í góðu milli hans og núverandi yfirmanns hjá Ferrari, þrátt fyrir þetta fjölmiðlafár yfir aldri alráðsins. Bernie hefur grætt mikið á Formúlu 1 en fyrirtæki hans, FOM (Formula One Management) á sjónvarpsréttinn af kappakstrinum. Eignir hans eru metnar á 2,8 milljarða bandaríkjadala. Formúla Tengdar fréttir Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. "Mér finnst ekki eins og ég sé 82 ára," sagði Ecclestone. "Ég er núna á leiðinni til Istanbúl til að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á koppinn og svo ætla ég að taka þátt á ráðstefnu FIA. Ég stoppa svo ekki þarna, ég er með þúsund hugmyndir í viðbót." "Er ég í svona lélegu formi? Það eru varla tvær vikur síðan bandaríski kappaksturinn fór fram eftir að ég nánast bjó hann til." "Ég er 82 ára en fyrir löngu, þegar di Montezemolo var bara fertugur, þurfti ég að ræða málin við 88 ára gamlan herramann að nafni Enzo Ferrari. Trúðu mér, þrátt fyrir háan aldur hans, skalf ég því hann var svo strangur, óvæginn og skýr." Enzo Ferrari, fyrir þá sem ekki vita, stofnaði Ferrari-verksmiðjurnar og rak fyrirtækið þar til hann lést árið 1988, 90 ára gamall. Ecclestone segir samt allt í góðu milli hans og núverandi yfirmanns hjá Ferrari, þrátt fyrir þetta fjölmiðlafár yfir aldri alráðsins. Bernie hefur grætt mikið á Formúlu 1 en fyrirtæki hans, FOM (Formula One Management) á sjónvarpsréttinn af kappakstrinum. Eignir hans eru metnar á 2,8 milljarða bandaríkjadala.
Formúla Tengdar fréttir Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01
Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15