Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Birgir Þór Harðarson skrifar 4. desember 2012 00:01 Michael Schumacher, þá ökuþór Ferrari, klessir köku í andlit Ecclestone á meðan di Montezemolo fær sér bita og Jean Todt, þáverandi liðstjóri Ferrari og núverandi forseti FIA, hlær við. nordicphotos/afp Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. Ecclestone sagði fyrirspurnir Ferrari-liðsins eftir brasilíska kappaksturinn, um hvort framúrakstur Sebastian Vettel á Jean-Eric Vergne hafi verið lögmætur, hlægilegar og benti á að það væri löngu orðið of seint að hugsa um að kæra. Di Montezemolo skaut hins vegar til baka og fjallaði um háan aldur Bernie og vanhæfi hans til að mæta einstökum aðgerðum. Di Montezemolo lýsti einnig óánægju sinni með að geta ekki gefið ungum ökuþórum tækifæri á æfingum utan keppnishelga. "Ég er ekki nógu ánægður með að fá ekki að reynsluaka og leyfa ungum ökuþórum að spreyta sig," sagði di Montezemolo. "Og, fyrst einhverjir hafa notað orðatiltækið hlægilegt nýlega, þá vil ég benda á að þetta er algerlega hlægilegt." "Já, ég er að tala um Ecclestone en ég stoppa hér því pabbi kenndi mér að virða mér eldri menn. Sérstaklega þegar þeir geta ekki stjórnað orðum sínum." Ferrari segist sátt við útskýringar FIA á því hvers vegna framúrakstur Vettel var leyfilegur, honum hafði verið sýnt grænt ljós áður en hann tók fram úr. "Við fórum einföldustu leiðina að þessu og báðum FIA um að skýra reglurnar í kringum þetta. Við sættum okkur við útskýringarnar eins og við hefðum auðvitað alltaf gert." "Til hamingju Vettel," sagði di Montezemolo enn fremur, "vonandi verðum við í hans stöðu á næsta ári."Ecclestone rífst við di Montezemolo á blaðamannafundi árið 2009 þegar keppnisliðin sögðust ekki ætla að hætta í Formúlu 1. Max Mosley, þá forseti FIA, reynir að stilla til friðar. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. Ecclestone sagði fyrirspurnir Ferrari-liðsins eftir brasilíska kappaksturinn, um hvort framúrakstur Sebastian Vettel á Jean-Eric Vergne hafi verið lögmætur, hlægilegar og benti á að það væri löngu orðið of seint að hugsa um að kæra. Di Montezemolo skaut hins vegar til baka og fjallaði um háan aldur Bernie og vanhæfi hans til að mæta einstökum aðgerðum. Di Montezemolo lýsti einnig óánægju sinni með að geta ekki gefið ungum ökuþórum tækifæri á æfingum utan keppnishelga. "Ég er ekki nógu ánægður með að fá ekki að reynsluaka og leyfa ungum ökuþórum að spreyta sig," sagði di Montezemolo. "Og, fyrst einhverjir hafa notað orðatiltækið hlægilegt nýlega, þá vil ég benda á að þetta er algerlega hlægilegt." "Já, ég er að tala um Ecclestone en ég stoppa hér því pabbi kenndi mér að virða mér eldri menn. Sérstaklega þegar þeir geta ekki stjórnað orðum sínum." Ferrari segist sátt við útskýringar FIA á því hvers vegna framúrakstur Vettel var leyfilegur, honum hafði verið sýnt grænt ljós áður en hann tók fram úr. "Við fórum einföldustu leiðina að þessu og báðum FIA um að skýra reglurnar í kringum þetta. Við sættum okkur við útskýringarnar eins og við hefðum auðvitað alltaf gert." "Til hamingju Vettel," sagði di Montezemolo enn fremur, "vonandi verðum við í hans stöðu á næsta ári."Ecclestone rífst við di Montezemolo á blaðamannafundi árið 2009 þegar keppnisliðin sögðust ekki ætla að hætta í Formúlu 1. Max Mosley, þá forseti FIA, reynir að stilla til friðar.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira