Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2012 20:32 Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31
Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15