Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2012 20:32 Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31
Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15