Alonso valinn bestur af liðstjórum Birgir Þór Harðarson skrifar 17. desember 2012 12:00 Alonso tapaði heimsmeistaratitlinum með þremur stigum en var valinn bestur af liðstjórum í Formúlu 1. nordicphots/afp Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport. Þetta er í annað sinn sem Alonso hlýtur þessa viðurkenningu en síðast var hann valinn bestur árið 2010. Liðstjórarnir voru beðnir um að gera lista yfir tíu bestu ökumenn ársins, að þeirra mati, og gefa þeim stig eins og um úrslit kappaksturs væri að ræða. Skemmst er frá því að segja að Alonso hlaut 269 stig, 71 stig meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel sem varð annar í valinu. Átta liðsstjórar settu Alonso í fyrsta sætið. Alonso var þakklátur fyrir valið og sagði á vefsíðu Ferrari-liðsins vera ánægður með niðurstöðuna. „En það verður erfitt að endurtaka nánast fullkomið tímabil með Ferrari. Við gerum samt heiðarlega tilraun." Lewis Hamilton varð þriðji í valinu og skipti um sæti við Kimi Raikkönen, sem varð þriðji í heimsmeistarakeppninni í ár. Jenson Button varð fimmti og Mark Webber sjötti. Efstu tíu í vali liðstjóra1. Fernando Alonso - 269 2. Sebastian Vettel - 198 3. Lewis Hamilton - 177 4. Kimi Räikkönen - 176 5. Jenson Button - 104 6. Mark Webber - 66 7. Nico Hülkenberg - 50 8. Nico Rosberg - 30 9. Sergio Pérez - 30 10. Felipe Massa - 27 Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport. Þetta er í annað sinn sem Alonso hlýtur þessa viðurkenningu en síðast var hann valinn bestur árið 2010. Liðstjórarnir voru beðnir um að gera lista yfir tíu bestu ökumenn ársins, að þeirra mati, og gefa þeim stig eins og um úrslit kappaksturs væri að ræða. Skemmst er frá því að segja að Alonso hlaut 269 stig, 71 stig meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel sem varð annar í valinu. Átta liðsstjórar settu Alonso í fyrsta sætið. Alonso var þakklátur fyrir valið og sagði á vefsíðu Ferrari-liðsins vera ánægður með niðurstöðuna. „En það verður erfitt að endurtaka nánast fullkomið tímabil með Ferrari. Við gerum samt heiðarlega tilraun." Lewis Hamilton varð þriðji í valinu og skipti um sæti við Kimi Raikkönen, sem varð þriðji í heimsmeistarakeppninni í ár. Jenson Button varð fimmti og Mark Webber sjötti. Efstu tíu í vali liðstjóra1. Fernando Alonso - 269 2. Sebastian Vettel - 198 3. Lewis Hamilton - 177 4. Kimi Räikkönen - 176 5. Jenson Button - 104 6. Mark Webber - 66 7. Nico Hülkenberg - 50 8. Nico Rosberg - 30 9. Sergio Pérez - 30 10. Felipe Massa - 27
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira