Mugison „beint úr ævintýrunum“ Guðni Ágústsson skrifar 3. janúar 2012 06:00 Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aldrei fór ég suður Guðni Ágústsson Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun