Á grundvelli skynsemi og upplýsinga Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. janúar 2012 06:00 Tillögur starfshóps umhverfisráðuneytisins um verndun og endurreisn svartfuglastofna hafa vakið nokkra umræðu sem að stofninum til er af hinu góða. Þó er ástæða til að velta fyrir sér stöðu náttúruverndar í þessu sambandi. Hæstu gagnrýnisraddirnar heyrast frá þeim sem ættu að hafa mestan hag af því að neikvæðri þróun stofnanna verði snúið við sem fyrst, nú síðast í grein formanns Skotveiðifélags Íslands í Fréttablaðinu 9. janúar. Svo rifjuð sé upp staðan eins og ég lýsti henni í Fréttablaðinu þegar tillögur starfshópsins lágu fyrir, sýna mælingar að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Auk þess hefur verið viðvarandi brestur hjá lundastofninum í nokkur ár, en á síðasta ári varð algjört hrun í lundavarpi á stórum hluta landsins. Löggjöf okkar er nú með þeim hætti að ekki er unnt að ákveða veiðistjórnun eftir því sem staða þessara fuglastofna gefur tilefni til. Hlunnindaveiði er þar undanskilin þótt hún geti verið allt að 70% af heildarveiðinni. Mikilvægt er að hafa hugfast að markmið (villidýra?)laganna er ekki einungis að mynda ramma utan um skipulag veiða, heldur fyrst og fremst að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna. Þegar svo háttar að nýliðun er nánast engin og hrun er í einstaka stofnum á landsvísu verður að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Annað væri ábyrgðarleysi. Yfirvöldum á Íslandi er heldur ekki frjálst að stýra veiðum á dýrategundum algjörlega eftir eigin höfði. Okkur ber samkvæmt alþjóðlegum samningum skylda til að standa sérstaklega vörð um þá stofna sem eru hlutfallslega stórir á Íslandi. Við höfum þar hlutverki að gegna gagnvart stofnunum í heild, lífríkinu og komandi kynslóðum. Tillögur meirihluta starfshópsins snúast ekki um stöðu fuglastofnanna í einstökum fuglabjörgum, tilteknum landsvæðum eða á stuttu árabili. Tillögurnar byggja á viðvarandi neikvæðri þróun í stofnunum, þróun sem okkur ber skylda að bregðast við. Frelsi fólks til að stunda skynsamlegar veiðar eða að síga í fuglabjörg er ekki mikils virði, ef fuglarnir hverfa. Ábyrg nýting á gæðum landsins felur stundum í sér verndun. Þar eigum við öll samleið, á grundvelli skynsemi, yfirvegunar og upplýsinga. Bæði umhverfisyfirvöld, Fuglavernd, Bændasamtökin og Skotvís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Tillögur starfshóps umhverfisráðuneytisins um verndun og endurreisn svartfuglastofna hafa vakið nokkra umræðu sem að stofninum til er af hinu góða. Þó er ástæða til að velta fyrir sér stöðu náttúruverndar í þessu sambandi. Hæstu gagnrýnisraddirnar heyrast frá þeim sem ættu að hafa mestan hag af því að neikvæðri þróun stofnanna verði snúið við sem fyrst, nú síðast í grein formanns Skotveiðifélags Íslands í Fréttablaðinu 9. janúar. Svo rifjuð sé upp staðan eins og ég lýsti henni í Fréttablaðinu þegar tillögur starfshópsins lágu fyrir, sýna mælingar að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Auk þess hefur verið viðvarandi brestur hjá lundastofninum í nokkur ár, en á síðasta ári varð algjört hrun í lundavarpi á stórum hluta landsins. Löggjöf okkar er nú með þeim hætti að ekki er unnt að ákveða veiðistjórnun eftir því sem staða þessara fuglastofna gefur tilefni til. Hlunnindaveiði er þar undanskilin þótt hún geti verið allt að 70% af heildarveiðinni. Mikilvægt er að hafa hugfast að markmið (villidýra?)laganna er ekki einungis að mynda ramma utan um skipulag veiða, heldur fyrst og fremst að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna. Þegar svo háttar að nýliðun er nánast engin og hrun er í einstaka stofnum á landsvísu verður að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Annað væri ábyrgðarleysi. Yfirvöldum á Íslandi er heldur ekki frjálst að stýra veiðum á dýrategundum algjörlega eftir eigin höfði. Okkur ber samkvæmt alþjóðlegum samningum skylda til að standa sérstaklega vörð um þá stofna sem eru hlutfallslega stórir á Íslandi. Við höfum þar hlutverki að gegna gagnvart stofnunum í heild, lífríkinu og komandi kynslóðum. Tillögur meirihluta starfshópsins snúast ekki um stöðu fuglastofnanna í einstökum fuglabjörgum, tilteknum landsvæðum eða á stuttu árabili. Tillögurnar byggja á viðvarandi neikvæðri þróun í stofnunum, þróun sem okkur ber skylda að bregðast við. Frelsi fólks til að stunda skynsamlegar veiðar eða að síga í fuglabjörg er ekki mikils virði, ef fuglarnir hverfa. Ábyrg nýting á gæðum landsins felur stundum í sér verndun. Þar eigum við öll samleið, á grundvelli skynsemi, yfirvegunar og upplýsinga. Bæði umhverfisyfirvöld, Fuglavernd, Bændasamtökin og Skotvís.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar