Meira kjöt á beinin Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Nafnabylgjan sem ríður yfir eftir fremur óljós orð forsetans um eigin stöðu og endurkjör í vor á eftir að hjaðna. Eflaust kristallast álitleg framboð úr henni seint í vetur. Líklegast er að 5 til 10 manns reyni söfnun meðmælenda og fjármuna, og skipuleggi snarpa framboðshrinu. Með það í huga verður að telja það galla, að ekki skuli að lokum kosið aftur og þá milli tveggja efstu frambjóðenda. Ég hef áður bent á, í blaðagrein, að núverandi forseti hefur ekki breytt forsetaembættinu til frambúðar; ekki frekar en forsetinn sem gegndi stöðunni í 16 ár, næst á undan honum. Sérhver forseti ákveður embættisfærslu sína innan stjórnarskrárrammans sem er auðvitað sá gamli, enn um sinn. Vilji nógu margir kjósendur aðrar áherslur en hjá núverandi forseta, eða þeim þar næsta á undan, geta þeir einfaldlega ráðið til um það. Ýmsir telja embættið stórpólitískt til frambúðar og auglýsa jafnvel eftir „sterka manninum” til að stjórna landinu. Þetta er tálsýn og fjarri lýðræðisreglum og -hefðum landsins. Sá veldur sem á heldur auk þess sem bæði núverandi stjórnarskrá og tillögur Stjórnlagaráðs eru langt frá einhvers konar forsetaræði. Forsetaframbjóðendur verða að svara mörgum lykilspurningum um mótaða afstöðu sína til samspils forseta, Alþingis og ríkisstjórnar, um helstu heimsmál og um menningu og mannlíf heima og heiman og þá duga ekki almennar, loðnar eða vinsælar yfirlýsingar. Á þetta má minna hér og nú og einnig á að menn, karlar og konur, dragi andann djúpt og komi framboðsmálum almennt upp úr hjólförum sem einkennast af sífelldri skimun eftir þekktum andlitum úr fjölmiðlum. Meira þarf til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nafnabylgjan sem ríður yfir eftir fremur óljós orð forsetans um eigin stöðu og endurkjör í vor á eftir að hjaðna. Eflaust kristallast álitleg framboð úr henni seint í vetur. Líklegast er að 5 til 10 manns reyni söfnun meðmælenda og fjármuna, og skipuleggi snarpa framboðshrinu. Með það í huga verður að telja það galla, að ekki skuli að lokum kosið aftur og þá milli tveggja efstu frambjóðenda. Ég hef áður bent á, í blaðagrein, að núverandi forseti hefur ekki breytt forsetaembættinu til frambúðar; ekki frekar en forsetinn sem gegndi stöðunni í 16 ár, næst á undan honum. Sérhver forseti ákveður embættisfærslu sína innan stjórnarskrárrammans sem er auðvitað sá gamli, enn um sinn. Vilji nógu margir kjósendur aðrar áherslur en hjá núverandi forseta, eða þeim þar næsta á undan, geta þeir einfaldlega ráðið til um það. Ýmsir telja embættið stórpólitískt til frambúðar og auglýsa jafnvel eftir „sterka manninum” til að stjórna landinu. Þetta er tálsýn og fjarri lýðræðisreglum og -hefðum landsins. Sá veldur sem á heldur auk þess sem bæði núverandi stjórnarskrá og tillögur Stjórnlagaráðs eru langt frá einhvers konar forsetaræði. Forsetaframbjóðendur verða að svara mörgum lykilspurningum um mótaða afstöðu sína til samspils forseta, Alþingis og ríkisstjórnar, um helstu heimsmál og um menningu og mannlíf heima og heiman og þá duga ekki almennar, loðnar eða vinsælar yfirlýsingar. Á þetta má minna hér og nú og einnig á að menn, karlar og konur, dragi andann djúpt og komi framboðsmálum almennt upp úr hjólförum sem einkennast af sífelldri skimun eftir þekktum andlitum úr fjölmiðlum. Meira þarf til.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar