Gylfi Arnbjörnsson leiðréttur Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 13. janúar 2012 16:15 Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Tengdar fréttir Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06 Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða.
Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun