Of langt gengið 23. janúar 2012 06:00 Kallað er eftir bættum samgöngum í öllum landsfjórðungum. Ákveðið var 2009 að taka Vaðlaheiðargöng sérstaklega út úr röðinni, þótt þau væru ekki í röð brýnustu framkvæmda, enda myndi umferðin kosta framkvæmdina að fullu. Nú liggur fyrir að ríkissjóður mun bera kostnaðinn og óvíst er um endurgreiðslur. Samt er ætlun stjórnvalda að hraða jarðgangagerðinni. Nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá júní 2010 skýrir stöðuna í knöppu máli. Fjárhagsstaða ríkissjóðs er afar þröng og því verður ekki hægt að ráðast í ýmis brýn og ábatasöm verkefni í næstu framtíð. Stjórnvöld geta ekki tekið á sig frekari skuldbindingar. Forsenda Vaðlaheiðarganga er að það gangi eftir. Fyrrverandi samgönguráðherra sagði ítrekað í viðtali við Rás 2 þann 2. nóvember 2011, að alltaf hefði verið miðað við að ekki kæmi króna frá ríkinu til verksins og að það tefði ekki aðrar framkvæmdir. En skýrsla IFS sýnir annað. Ætlunin er að ríkissjóður leggi út fyrir öllum framkvæmdunum og fjármagnskostnaði. Þegar göngin hafa verið í rekstri í þrjú ár verður látið á það reyna hvort fyrirtækið um göngin geti aflað sér lánsfjár til þess að endurgreiða ríkinu. Ríkið tekur áhættuna af umframkostnaði, verðbólgu, umferð og veitir félaginu auk þess ábyrgð fyrir láninu. Þetta er orðið að venjulegri ríkisframkvæmd. Ástæða viðsnúningsins er einföld. Umferðin mun ekki standa undir stofnkostnaði nema að hluta til. Það átti ekki að koma neinum á óvart. Vorið 2008 samþykkti Alþingi, að tillögu Kristjáns L. Möllers, að ráðist yrði í Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd og að ríkið myndi fjármagna þau að hálfu. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi þann 17. apríl að hann hefði reiknað út að göngin ættu að geta séð um 45-60% af kostnaðinum. Fullyrðingar ári síðar um að ríkið þyrfti ekkert að greiða voru alltaf reistar á sandi. Það er of langt gengið að knýja fram Vaðlaheiðargöng, á röngum forsendum, en eiga ekki fyrir Vestmannaeyjaferju sem hæfir nýrri höfn og fresta Dýrafjarðargöngum um átta ár. Það þarf öruggar heilsárssamgöngur alls staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Sjá meira
Kallað er eftir bættum samgöngum í öllum landsfjórðungum. Ákveðið var 2009 að taka Vaðlaheiðargöng sérstaklega út úr röðinni, þótt þau væru ekki í röð brýnustu framkvæmda, enda myndi umferðin kosta framkvæmdina að fullu. Nú liggur fyrir að ríkissjóður mun bera kostnaðinn og óvíst er um endurgreiðslur. Samt er ætlun stjórnvalda að hraða jarðgangagerðinni. Nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá júní 2010 skýrir stöðuna í knöppu máli. Fjárhagsstaða ríkissjóðs er afar þröng og því verður ekki hægt að ráðast í ýmis brýn og ábatasöm verkefni í næstu framtíð. Stjórnvöld geta ekki tekið á sig frekari skuldbindingar. Forsenda Vaðlaheiðarganga er að það gangi eftir. Fyrrverandi samgönguráðherra sagði ítrekað í viðtali við Rás 2 þann 2. nóvember 2011, að alltaf hefði verið miðað við að ekki kæmi króna frá ríkinu til verksins og að það tefði ekki aðrar framkvæmdir. En skýrsla IFS sýnir annað. Ætlunin er að ríkissjóður leggi út fyrir öllum framkvæmdunum og fjármagnskostnaði. Þegar göngin hafa verið í rekstri í þrjú ár verður látið á það reyna hvort fyrirtækið um göngin geti aflað sér lánsfjár til þess að endurgreiða ríkinu. Ríkið tekur áhættuna af umframkostnaði, verðbólgu, umferð og veitir félaginu auk þess ábyrgð fyrir láninu. Þetta er orðið að venjulegri ríkisframkvæmd. Ástæða viðsnúningsins er einföld. Umferðin mun ekki standa undir stofnkostnaði nema að hluta til. Það átti ekki að koma neinum á óvart. Vorið 2008 samþykkti Alþingi, að tillögu Kristjáns L. Möllers, að ráðist yrði í Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd og að ríkið myndi fjármagna þau að hálfu. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi þann 17. apríl að hann hefði reiknað út að göngin ættu að geta séð um 45-60% af kostnaðinum. Fullyrðingar ári síðar um að ríkið þyrfti ekkert að greiða voru alltaf reistar á sandi. Það er of langt gengið að knýja fram Vaðlaheiðargöng, á röngum forsendum, en eiga ekki fyrir Vestmannaeyjaferju sem hæfir nýrri höfn og fresta Dýrafjarðargöngum um átta ár. Það þarf öruggar heilsárssamgöngur alls staðar.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar