Ég gæti ekki verið með í þeim flokki 24. janúar 2012 06:00 Það var svolítið dapurlegt að „verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Ég hef fulla samúð með Geir H. Haarde; það er áreiðanlega erfitt að vera í hans sporum. Ég er líka á því, að sakborningar þessa máls ættu að vera fjórir, ekki einn; ákæra hefði átt alla þá fjóra sem lagt var til að kærðir yrðu. Eða engan. Þessi varð hins vegar niðurstaða Alþingis og við það verðum við að sætta okkur. Gefin hefur verið út ákæra, málið komið af stað, Landsdómur tekinn til starfa. Niðurstaða Alþingis var sem sagt að fella frávísunartillöguna. Látum okkur hafa það, þótt fúlt sé; fram fer þá efnisleg umræða og síðan atkvæðagreiðsla. Það er einmitt sú atkvæðagreiðsla sem ég kvíði nú, í ljósi þess að meirihluti þingmanna hefur ákveðið að taka tillögu Bjarna Benediktssonar til afgreiðslu, þar á meðal þingmenn og fyrrum ráðherrar Samfylkingarinnar, flokksins míns. Svo mjög sem mér sárnaði að þeir skyldu fella frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri, þá myndi ég líta á það sem ófyrirgefanlega framkomu ef þeir greiða atkvæði með tillögu Bjarna Ben. Í mínum huga er það kristaltært að ef „mínir menn" verða til þess með atkvæði sínu að sú tillaga verði samþykkt, þá skilja leiðir. Á sínum tíma kom ég talsvert nálægt stofnun Samfylkingarinnar; fyrst kosningabandalaginu sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki mynduðu, síðan breytingunni yfir í formlegan stjórnmálaflokk. Sú vinna var hverrar mínútu virði og ég hef verið ánægður með niðurstöðuna. Ekki alltaf sammála öllum, skárra væri það nú í svona samsettum flokki, en ágætlega ánægður. Aldrei hvarflaði að mér að kjósa eitthvað annað en Samfó í kosningum, hvort sem er í borgarstjórnar- eða þingkosningum. Er áreiðanlega óforbetranlega flokkshollur og foringjatrúr; legg jafnvel á mig hávaðarifrildi til að bera í bætifláka fyrir flokk og fulltrúa hans, friðsemdarmaðurinn ég. Þessu tímabili ævi minnar lýkur, ef og um leið og það liggur fyrir að atkvæði forystumanna í Samfylkingunni hafa orðið til þess að tillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt á Alþingi. Ég er ekki mikið fyrir að taka upp í mig stóryrði þegar ég ræði um þingmennina mína, en í þetta sinn verð ég að gera það. Það væru fullkomin svik í mínum huga ef þessi staða kæmi upp. Ég gæti ekki – undir neinum kringumstæðum – verið í sama flokki og þeir. Ég segi mig úr honum samdægurs. Þetta er ekki hótun, enda ég léttvægur í flokksstarfinu. Samfylkingin hvorki lifir né deyr þótt einn vesæll fótgönguliði stígi til hliðar. Þetta er miklu fremur yfirlýsing um pólitíska samvisku mína. Erfið í framsetningu, en nauðsynleg fyrir mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var svolítið dapurlegt að „verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Ég hef fulla samúð með Geir H. Haarde; það er áreiðanlega erfitt að vera í hans sporum. Ég er líka á því, að sakborningar þessa máls ættu að vera fjórir, ekki einn; ákæra hefði átt alla þá fjóra sem lagt var til að kærðir yrðu. Eða engan. Þessi varð hins vegar niðurstaða Alþingis og við það verðum við að sætta okkur. Gefin hefur verið út ákæra, málið komið af stað, Landsdómur tekinn til starfa. Niðurstaða Alþingis var sem sagt að fella frávísunartillöguna. Látum okkur hafa það, þótt fúlt sé; fram fer þá efnisleg umræða og síðan atkvæðagreiðsla. Það er einmitt sú atkvæðagreiðsla sem ég kvíði nú, í ljósi þess að meirihluti þingmanna hefur ákveðið að taka tillögu Bjarna Benediktssonar til afgreiðslu, þar á meðal þingmenn og fyrrum ráðherrar Samfylkingarinnar, flokksins míns. Svo mjög sem mér sárnaði að þeir skyldu fella frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri, þá myndi ég líta á það sem ófyrirgefanlega framkomu ef þeir greiða atkvæði með tillögu Bjarna Ben. Í mínum huga er það kristaltært að ef „mínir menn" verða til þess með atkvæði sínu að sú tillaga verði samþykkt, þá skilja leiðir. Á sínum tíma kom ég talsvert nálægt stofnun Samfylkingarinnar; fyrst kosningabandalaginu sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki mynduðu, síðan breytingunni yfir í formlegan stjórnmálaflokk. Sú vinna var hverrar mínútu virði og ég hef verið ánægður með niðurstöðuna. Ekki alltaf sammála öllum, skárra væri það nú í svona samsettum flokki, en ágætlega ánægður. Aldrei hvarflaði að mér að kjósa eitthvað annað en Samfó í kosningum, hvort sem er í borgarstjórnar- eða þingkosningum. Er áreiðanlega óforbetranlega flokkshollur og foringjatrúr; legg jafnvel á mig hávaðarifrildi til að bera í bætifláka fyrir flokk og fulltrúa hans, friðsemdarmaðurinn ég. Þessu tímabili ævi minnar lýkur, ef og um leið og það liggur fyrir að atkvæði forystumanna í Samfylkingunni hafa orðið til þess að tillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt á Alþingi. Ég er ekki mikið fyrir að taka upp í mig stóryrði þegar ég ræði um þingmennina mína, en í þetta sinn verð ég að gera það. Það væru fullkomin svik í mínum huga ef þessi staða kæmi upp. Ég gæti ekki – undir neinum kringumstæðum – verið í sama flokki og þeir. Ég segi mig úr honum samdægurs. Þetta er ekki hótun, enda ég léttvægur í flokksstarfinu. Samfylkingin hvorki lifir né deyr þótt einn vesæll fótgönguliði stígi til hliðar. Þetta er miklu fremur yfirlýsing um pólitíska samvisku mína. Erfið í framsetningu, en nauðsynleg fyrir mig.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun