Kafteinn Evrópa og þjóðernishyggjan Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun