Sjálfstæðisflokkurinn og eignarhald á kvóta Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. janúar 2012 06:00 Fróðlegt verður að sjá hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar munu bregðast við náist að leggja fram heildstætt (fiskveiðistjórnar) frumvarp. Þá þurfa þeir að svara þeirri spurningu hvort þeir séu andsnúnir því að kvótinn verði færður í hendur þjóðarinnar; en þannig mun málið verða lagt upp." Þannig skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé í fréttaskýringu í Fréttablaðinu föstudaginn 13. janúar sl. Þessari spurningu er auðsvarað. A.m.k. hvað varðar okkur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi þá er mér ekki kunnugt um að það hafi staðið sérstakur ágreiningur við okkur um eignarhald á fiskimiðunum eða fiskistofnunum. Kvótinn er fiskveiðiréttur með þeim réttindum og takmörkunum sem lagasetningin hefur markað. En einhverra hluta vegna hafa ýmsir úr núverandi ríkisstjórnarliði viljað leggja málið upp þannig að um eignarþátt fiskveiðistjórnarlaganna sé ágreiningur. Það hefur hentað í stundarpólítískum tilgangi, en er hins vegar innistæðulaust með öllu. Hér get ég vísað í ummæli og skrif okkar þingmanna flokksins almennt og ekki síst greinar og ræður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Einnig má rifja upp frumvarp sem Geir H. Haarde, þáverandi formaður flokksins, flutti með Jóni Sigurðssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, um breytingu á Stjórnarskránni. Frumvarpstextinn var eftirfarandi: „Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila skv. 72. gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Af öllu þessu má ráða afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessarar spurningar sem í fréttaskýringinni er talið að verði kjarni nýrra fiskveiðistjórnarlaga. Ótrúlega mislagðar hendurHitt er svo annað mál að ríkisstjórninni hafa verið afar mislagðar hendur varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnarlaganna. Vantaði þó ekki að til ráðslags voru kvaddir báðir formenn stjórnarflokkanna, tveir aðrir ráðherrar að auki og sex þingmenn. Alls tíu stjórnarliðar úr þingflokkum þeirra. Afraksturinn var einhver skelfilegasta hraksmán sem lengi hefur litið dagsins ljós á Alþingi í frumvarpsformi. Finnst nú enginn lengur sem þessari afurð mælir bót og fleyg hafa reynst orð utanríkisráðherra sem líkti þessu sköpunarverki stjórnarflokkanna við bílslys. Tillögur okkar SjálfstæðismannaVið Jón Gunnarsson alþm., sem sátum í þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, skiluðum frá okkur ítarlegu áliti á frumvarpinu. Okkar niðurstaða var í skemmstu máli þessi: 1. Setja beri í stjórnarskrá ákvæði er lúti að eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. 2. Gerðir verði nýtingarsamningar við núverandi fiskveiðiréttarhafa. Samningstími taki mið af öðrum nýtingarréttarsamningum sem til dæmis verða gerðir við þá er nýta orku í eigu ríkisins. Tryggt verði að tímalengdin stuðli að langtímahugsun og arðbærri fjárfestingu í sjávarútvegi, en dragi ekki úr henni eins og tillögur frumvarpsins gerðu svo ómótmælanlegt. Í samningunum verði að finna skýr endurnýjunarákvæði. Fyrir afnotaréttinn komi gjald er renni til ríkisins. 3. Til staðar verði félagslegir, atvinnulegir og byggðalegir pottar og magn þeirra bundið við það hlutfall af úthlutuðum aflaheimildum sem hér var til staðar við fiskveiðiáramótin 2009/2010. Tæki þetta magn því þeim breytingum sem leiðir af úthlutuðu heildaraflamarki. 4. Þá verði hluta veiðigjalds, sem á næsta ári er áætlað níu milljarðar króna, varið til þess að stuðla að eflingu innviða og annars atvinnulífs í sjávarútvegsbyggðunum. Það töldum við réttlætismál því að öllum má vera ljóst að sú þróun í átt að aukinni afkastagetu og hagræðingu, í vinnslu og veiðum, sem er innbyggð í aflakvótakerfið, geti haft neikvæð áhrif á einstakar byggðir, eins og reynslan sýni okkur. Í samræmi við tillögur sáttanefndarinnarÞetta eru nokkur helstu atriðin sem við höfum lagt áherslu á. Þessi sjónarmið eru í fullu samræmi við meginniðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar og getur því að okkar mati verið grundvöllur skynsamlegrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnarlögunum, sem í senn leiði til minni ágreinings og stuðli að áframhaldandi framförum í atvinnugreininni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt verður að sjá hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar munu bregðast við náist að leggja fram heildstætt (fiskveiðistjórnar) frumvarp. Þá þurfa þeir að svara þeirri spurningu hvort þeir séu andsnúnir því að kvótinn verði færður í hendur þjóðarinnar; en þannig mun málið verða lagt upp." Þannig skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé í fréttaskýringu í Fréttablaðinu föstudaginn 13. janúar sl. Þessari spurningu er auðsvarað. A.m.k. hvað varðar okkur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi þá er mér ekki kunnugt um að það hafi staðið sérstakur ágreiningur við okkur um eignarhald á fiskimiðunum eða fiskistofnunum. Kvótinn er fiskveiðiréttur með þeim réttindum og takmörkunum sem lagasetningin hefur markað. En einhverra hluta vegna hafa ýmsir úr núverandi ríkisstjórnarliði viljað leggja málið upp þannig að um eignarþátt fiskveiðistjórnarlaganna sé ágreiningur. Það hefur hentað í stundarpólítískum tilgangi, en er hins vegar innistæðulaust með öllu. Hér get ég vísað í ummæli og skrif okkar þingmanna flokksins almennt og ekki síst greinar og ræður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Einnig má rifja upp frumvarp sem Geir H. Haarde, þáverandi formaður flokksins, flutti með Jóni Sigurðssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, um breytingu á Stjórnarskránni. Frumvarpstextinn var eftirfarandi: „Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila skv. 72. gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Af öllu þessu má ráða afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessarar spurningar sem í fréttaskýringinni er talið að verði kjarni nýrra fiskveiðistjórnarlaga. Ótrúlega mislagðar hendurHitt er svo annað mál að ríkisstjórninni hafa verið afar mislagðar hendur varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnarlaganna. Vantaði þó ekki að til ráðslags voru kvaddir báðir formenn stjórnarflokkanna, tveir aðrir ráðherrar að auki og sex þingmenn. Alls tíu stjórnarliðar úr þingflokkum þeirra. Afraksturinn var einhver skelfilegasta hraksmán sem lengi hefur litið dagsins ljós á Alþingi í frumvarpsformi. Finnst nú enginn lengur sem þessari afurð mælir bót og fleyg hafa reynst orð utanríkisráðherra sem líkti þessu sköpunarverki stjórnarflokkanna við bílslys. Tillögur okkar SjálfstæðismannaVið Jón Gunnarsson alþm., sem sátum í þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, skiluðum frá okkur ítarlegu áliti á frumvarpinu. Okkar niðurstaða var í skemmstu máli þessi: 1. Setja beri í stjórnarskrá ákvæði er lúti að eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. 2. Gerðir verði nýtingarsamningar við núverandi fiskveiðiréttarhafa. Samningstími taki mið af öðrum nýtingarréttarsamningum sem til dæmis verða gerðir við þá er nýta orku í eigu ríkisins. Tryggt verði að tímalengdin stuðli að langtímahugsun og arðbærri fjárfestingu í sjávarútvegi, en dragi ekki úr henni eins og tillögur frumvarpsins gerðu svo ómótmælanlegt. Í samningunum verði að finna skýr endurnýjunarákvæði. Fyrir afnotaréttinn komi gjald er renni til ríkisins. 3. Til staðar verði félagslegir, atvinnulegir og byggðalegir pottar og magn þeirra bundið við það hlutfall af úthlutuðum aflaheimildum sem hér var til staðar við fiskveiðiáramótin 2009/2010. Tæki þetta magn því þeim breytingum sem leiðir af úthlutuðu heildaraflamarki. 4. Þá verði hluta veiðigjalds, sem á næsta ári er áætlað níu milljarðar króna, varið til þess að stuðla að eflingu innviða og annars atvinnulífs í sjávarútvegsbyggðunum. Það töldum við réttlætismál því að öllum má vera ljóst að sú þróun í átt að aukinni afkastagetu og hagræðingu, í vinnslu og veiðum, sem er innbyggð í aflakvótakerfið, geti haft neikvæð áhrif á einstakar byggðir, eins og reynslan sýni okkur. Í samræmi við tillögur sáttanefndarinnarÞetta eru nokkur helstu atriðin sem við höfum lagt áherslu á. Þessi sjónarmið eru í fullu samræmi við meginniðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar og getur því að okkar mati verið grundvöllur skynsamlegrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnarlögunum, sem í senn leiði til minni ágreinings og stuðli að áframhaldandi framförum í atvinnugreininni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun